27.10.1950
Neðri deild: 11. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 267 í C-deild Alþingistíðinda. (3421)

45. mál, eyðing refa og minka

Flm. (Jörundur Brynjólfsson):

Herra forseti. Ég sé í raun og veru ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta mál. Þetta er gamall kunningi, og hv. þm. er málið kunnugt, og það mundi ekki þeirra hluta vegna vera þörf á að vísa því til neinnar n. En af því að það er nú almennt þingvenja, þá tel ég rétt að vísa málinu til n., en þó í trausti þess, að hv. landbn. afgr. málið fljótlega frá sér, en það geri ég að till. minni, að málið fari til þeirrar hv. n.