02.11.1950
Efri deild: 13. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 68 í B-deild Alþingistíðinda. (348)

24. mál, aðstoð til bænda á óþurrkasvæðunum

Hannibal Valdimarsson:

Herra forseti. Ég er ákveðinn í því, ásamt 4. þm. Reykv., að bera fram brtt. við frv. og vil mælast til við hæstv. forseta að fresta umræðunni, áður en málið fer til 3. umr. Þá væri hægt að hugsa sér, að nefndin tæki hana til athugunar milli umræðna. Tillagan er á pá leið, að aftan við 1. gr. komi: „jafnframt að verja 1/2 millj. kr. til bátaútvegsins á Vestfjörðum.“