19.02.1951
Neðri deild: 71. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 280 í C-deild Alþingistíðinda. (3485)

128. mál, Iðnaðarbanki Íslands

Emil Jónsson:

Herra forseti. Ég get ekki stillt mig um að benda á þessa óvenjulegu meðferð, er mál þetta hefur hlotið, þar sem það hefur verið tekið af dagskrá hvað eftir annað. Það hefur fengið fulla athugun í n., svo að ég skil ekki, að frekari athugunar sé þörf, enda mun hv. form. iðnn. hafa talið það einnig, úr því hann hefur ekki séð ástæðu til að vera viðstaddur afgreiðslu málsins. Ég vil því leyfa mér að mælast til þess við hæstv. forseta, að málinu verði haldið áfram nú.