23.02.1951
Neðri deild: 74. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 287 í C-deild Alþingistíðinda. (3497)

128. mál, Iðnaðarbanki Íslands

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð. — Það er rétt hjá hv. þm. Hafnf., að ég er á móti því, að þetta frv. verði samþ. nú, og tel þess þörf að athuga það betur. Að lokinni þeirri athugun, sem ríkisstj. hefur með höndum á bankalöggjöfinni, getur vel verið, að mín afstaða breytist. Ef heppilegt verður talið að þessari athugun lokinni að stofna þennan banka, þá skal ekki standa á mér að vinna að framgangi þess máls.