23.02.1951
Neðri deild: 74. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 288 í C-deild Alþingistíðinda. (3501)

128. mál, Iðnaðarbanki Íslands

Emil Jónsson:

Herra forseti. Í sinni 5. ræðu fann hv. þm. V-Húnv. það út, að ég væri ámælisverður vegna þess, hve lengi hefði dregizt að leggja til, að frv. væri samið. Ég fæ ekki séð, að ég sé ámælisverður fyrir það, þó þetta hafi ekki verið gert á 1. eða 2. ári, en hefði verið það, ef ég hefði aldrei leyst verkefnið. Hv. þm. hefði því verið sæmra, að þessi ræða hefði verið óhaldin.