20.02.1951
Neðri deild: 72. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 351 í C-deild Alþingistíðinda. (3583)

165. mál, menntaskólar

Frsm. (Gísli Guðmundsson) :

Herra forseti. Sú till., sem hv. 3. landsk. hefur mælt fyrir, hefur ekki verið tekin til sérstakrar meðferðar í menntmn., og get ég því ekki sagt um afstöðu n. til hennar. En mér virðist, að efnislega sé fremur lítil ástæða til að samþ. þessa brtt. Ég held, að það liggi ekki neinar upplýsingar fyrir um það, að menntaskólinn í Reykjavík hafi húsrúm afgangs til þess að halda uppi miðskóladeild. Það má að vísu segja, að engu væri spillt, þó að slík heimild væri samþ., en mér virðist, að það liggi ekki neitt fyrir í málinu, sem gefi tilefni tii þess, en hins vegar kynni samþykkt slíkrar breyt. að geta tafið eitthvað fyrir framgangi þessa máls, sem hér liggur fyrir. Ég vil taka það fram, að það vakti a. m. k. ekki fyrir mér eða þeim, sem standa að flutningi þessa máls, að gera á nokkurn hátt upp á milli þessara tveggja skóla, sem hér starfa, eða gera á nokkurn hátt veg menntaskólans í Reykjavík minni en menntaskólans á Akureyri, heldur eru sérstakar ástæður fyrir því, að þetta er flutt.