09.11.1950
Efri deild: 16. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 426 í C-deild Alþingistíðinda. (3672)

75. mál, fjárhagsráð

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson) :

Ég skal ekki segja mörg orð um frv. á þessu stigi málsins. Ég vildi aðeins benda á, að mér þykir farið aftan að siðunum, ef ætlazt er til, að til þess að rannsókn geti átt sér stað, sé refsing þyngd með gæzluvarðhaldi. Hjákátlegt er að ætla að greiða fyrir rannsókn með þessu móti. — Einkanlega vil ég þó benda á, að samræma verður greinina við lögin um verðlagsdóm og verðlagseftirlit. Ef ég man rétt, var slík refsing í lögunum ekki aðeins heimiluð, heldur skyld við slíku broti. Ég held, að enginn ágreiningur sé um það að skylda varðhaldsrefsingu fyrir brot á þessum lögum, ef um ítrekun er að ræða.

Ég vil því biðja hv. nefnd að bera þetta frv. saman við l. um verðlagseftirlit og verðlagsdóm og íhuga, hvort ekki sé ástæða til að flytja fram breytingu á þeim, og hef ég hugsað um, hvort ekki væri ástæða fyrir dómsmrn. að flytja slíka breytingu.