30.11.1950
Efri deild: 28. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 437 í C-deild Alþingistíðinda. (3701)

117. mál, jeppabifreiðar o.fl.

Vilhjálmur Hjálmarsson:

Ég er mjög á þeirri skoðun, að það sé allt of langt gengið í því að leggja fram á þingi ýmiss konar smámál, sem að minni hyggju heyrðu miklu fremur undir framkvæmda- en löggjafarvaldið. Þess vegna vöktu þau mikla ánægju hjá mér, ummæli hæstv. dómsmrh., sem sýna, að hann, sem er mikill forustumaður í stærsta þingflokknum, er einnig þessarar skoðunar. En þó lít ég svo á, að þetta sé ekki meira hégómamál en mörg önnur, sem til meðferðar eru á Alþingi. Sé ég því ekki ástæðu til að beita það sérstöku harðræði og segi já.