13.12.1950
Efri deild: 36. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 438 í C-deild Alþingistíðinda. (3705)

139. mál, forfallahjálp húsmæðra

Flm. (Rannveig Þorsteinsdóttir):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir á þskj. 342, er samið af n., sem ráðh. skipaði, og er byggt á till., sem samþ. var á síðasta þingi, þar sem ríkisstj. var falið að undirbúa löggjöf um hjálp til húsmæðra og leggja fyrir þingið 1950.

Frv. fylgir allýtarleg grg., og ef hv. dm. kynna sér hana, munu þeir skilja gang málsins, en það er í stuttu máli það að heimila að koma á fót hjá bæjar- og sveitarfélögum forfallahjálp, þegar húsmóðir eða sú kona, er veitir heimili forstöðu, er forfölluð vegna veikinda.

Þetta er aðalefni frv., en það er gert ráð fyrir því, að setja verði reglugerð um ýmis þau atriði, sem ekki þótti fært að taka fram í frv., og verða nm. að gera ráð fyrir því við athugun málsins í n.

Ég óska svo eftir því, að þessu máli verði að lokinni umr.. vísað til 2. umr. og hv. heilbr.- og félmn.