12.11.1950
Efri deild: 16. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 98 í B-deild Alþingistíðinda. (372)

24. mál, aðstoð til bænda á óþurrkasvæðunum

Landbrh. (Hermann Jónasson):

Herra forseti. Úr því að hv. þm. Vestm. er kominn í deildina, vildi ég segja þetta: Ég byrjaði hér ekki á neinum metingi milli landbúnaðar og sjávarútvegs. Ég var aðeins að svara því, sem fram hafði komið. Ég mun heldur ekki fara inn á mál, sem ekki á hér heima, þ.e.a.s. að rekja tölulega, hvað landbúnaðurinn og sjávarútvegurinn hafi fengið, en ég vil aðeins segja það, að þeir, sem vilja dæma í því máli, ættu að hugsa um öll þau tæki, sem sjávarútvegurinn hefur fengið, og sjá, hvað hann hefur, en líta líka á það, sem landbúnaðurinn hefur, og sjá, hvað vantar í byggingum, vélum, votheyshlöðum og mörgu fleira. Ég ætla ekki að rengja þær tölur sem hv. þm. minntist hér á, en ef menn hafa heildartöluna, sjá þeir, hvernig þessu er varið.