12.11.1950
Efri deild: 16. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 98 í B-deild Alþingistíðinda. (373)

24. mál, aðstoð til bænda á óþurrkasvæðunum

Hannibal Valdimarsson:

Herra forseti. Af því að mér virðist, að það skipti nokkru máli, hvort því má treysta, að ríkisstj. sé velviljuð þessu máli, að koma bátaútveginum á Vestfjörðum af stað, þá vil ég spyrja hæstv. landbrh., hvort málið fái stuðning stj., ef till. er tekin aftur, og hvort hann vilji greiða fyrir því, að málið fái framgang í öðru formi, svo að fólkið á Vestfjörðum þurfi ekki að búa við sult. Ég er fús að taka till. aftur, ef ég fengi svolítið minna af útvötnuðum svörum hjá hæstv. landbrh.