01.03.1951
Efri deild: 78. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 453 í C-deild Alþingistíðinda. (3732)

191. mál, lax- og silungsveiði

Landbrh. (Hermann Jónasson):

Herra forseti. Það er ekki undarlegt þó að hv. þm. stingi upp á þessu, og kom mér ekki á óvart. Þm. kjördæmisins, er þetta mál snertir mest, er form. n. og hefur neitað að flytja málið. Ég vil benda á, að sú lagagr., sem um ræðir, er samin af skrifstofustjóra míns rn. Hann taldi, að sú gr. yrði til nokkurra bóta. Eitt af vandamálunum er, að menn fara með stóra bila austur í afréttir og draga fyrir. Svo flytja þeir veiðina í tunnum til Reykjavíkur, og þarf ekki að orðlengja það meir, að þeir koma með þetta stórskemmt. Þessir menn hafa engan rétt til að veiða þarna. Ég hef boðið bændum að útvega þeim lögfræðing til að flytja þetta mál fyrir þá.

Í 5. gr. l. um lax- og silungsveiði segir: „Öllum er veiði heimil í vötnum í afréttum og almenningum og öðrum lendum utan landareigna lögbýla, enda geti enginn sannað einstaklingsréttarheimild til þeirra.“ Eftir því, sem hér greinir, er öllum heimil veiði í vötnum, sem tilheyra ekki landareign sérstakra lögbýla, en það vantar, að það stæði „afréttum sérstakrar lögbyggðar“. Um þetta er deilt, og er ekki hægt að skýra það nema á einn veg. Ég skal svo ekki lengja umr. með frekari orðalengingum um þetta.