31.01.1951
Sameinað þing: 34. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 19 í D-deild Alþingistíðinda. (3790)

101. mál, gæðamat iðnaðarvara

Rannveig Þorsteinsdóttir:

Herra forseti. Mér finnst skjóta nokkuð skökku við í frásögn hv. þm. Barð. og veit ekki, hvort okkar sýnir iðnaðarmálunum meiri skilning, ég, sem lagði til, að málinu yrði vísað til ríkisstj. til nánari athugunar, eða hann, sem lagði til, að málið yrði afgreitt án þess að sú athugun færi fram, athugun, sem að margra manna áliti — þótt hún sé það kannske ekki að hans dómi — er nauðsynleg. — Ég neita því algerlega, að ég hafi sýnt því máli nokkurn fjandskap, og eins því, að ekki sé fullt samræmi í afstöðu minni til þessara mála.