31.01.1951
Sameinað þing: 34. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 22 í D-deild Alþingistíðinda. (3800)

133. mál, hitaveita á Sauðárkróki

Jón Sigurðsson:

Herra forseti. Ég skal taka fram, að ég hef ekkert við það að athuga, þó að brtt., sem hv. fjvn. hefur flutt, verði samþ. Ég benti á það í minni framsöguræðu, að ég gerði ráð fyrir því, að n. mundi, eftir að hafa kynnt sér málið, leggja til, að sett yrði hámark í till. fyrir ábyrgðinni. Það er þess vegna með fullu samkomulagi okkar flm. till., að þetta er gert. — Ég leyfi mér svo að þakka hv. fjvn. fyrir fljóta og góða afgreiðslu á þessu máli.