10.01.1951
Sameinað þing: 30. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 56 í D-deild Alþingistíðinda. (3877)

112. mál, jöfnunarverð á olíu og benzíni

Viðskmrh. (Björn Ólafsson) :

Herra forseti. Ég sagði í minni fyrstu ræðu, að álagningin hefði verið 5%, er ég vissi síðast til, en sagðist ekki fullkomlega kunnugur þessu nú, þar eð ég hefði ekki fylgzt með þessu. Og ég vil svara hv. 6. landsk. með því, að ég hafi ekki hugmynd um þetta, og er það ekkert óeðlilegt, því að ráðh. er engin hæstiréttur í þessu efni, heldur fjárhagsráð. Það er sjálfsagt ekkert því til fyrirstöðu, að menn geti fengið að vita um álagninguna, en ég er forviða á, að L. Í. Ú. skuli ekki vita um, hvernig álagningunni er háttað, þar sem þeir eiga mann í nefndinni, sem hefur með hana að gera. En ég skal fá þessar upplýsingar hjá þeirri nefnd, sem hefur með þetta mál að gera.