21.02.1951
Sameinað þing: 43. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 141 í D-deild Alþingistíðinda. (3988)

73. mál, loftskeytastengurnar á Melunum í Reykjavík

Viðskmrh. (Björn Ólafsson) :

Herra forseti. Undanfarið hafa farið fram samningar milli flugráðs og landssímans um yfirtöku á stöðinni á Rjúpnahæð. Ég held, að segja megi að samkomulag hafi náðst, nema í einu atriði, sem hv. frsm. gat um. Hvor aðilinn hefur sitt mál og báðir reyna að halda fram sinni stofnun og finna ekki sanngjarna leið. Þetta atriði er ekki leyst, en síðar í dag verða umr. um það, hvort ekki finnist sanngjörn leið. Ég vil gjarnan segja, að ég mun beita mér fyrir því, að samkomulag náist og það á þessu ári. Ég hef þá trú, að samkomulag náist, en ef í harðbakka slær um málið, getur verið, að ég sem ráðh. gefi úrskurðinn.