22.11.1950
Sameinað þing: 17. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 196 í D-deild Alþingistíðinda. (4049)

85. mál, dagskrárfé útvarpsins

Viðskmrh. (Björn Ólafsson) :

Herra forseti. Út af því, sem hv. 3. landsk. þm. sagði, finnst mér vert að taka það fram, að hans ræða beindist mjög að því að gagnrýna menntmrn., og það var þessi gagnrýni, sem ég var að svara og verja, en ekki, hvernig útvarpinu væri stjórnað. En gagnrýni hans beindist að því, að hann fullyrti, að ráðuneytið tæki ekki tillit til dagskrárinnar og reyndi ekki að lækka rekstrarkostnaðinn. — Það var þetta, sem mín ræða beindist gegn.

Það er kunnugt, að ég sem menntmrh. varð að gera leiðinlega aðgerð í gær í sambandi við þessa stofnun. En hv. þm. spyr, hvort ég með ræðu minni hafi tekið málstað annars hvors aðilans. Mér finnst þetta mjög ósmekklegt hjá hv. þm., svo að ekki sé meira sagt.

Ef þessi nefndarskipun færi fram, yrði það að sjálfsögðu nefndin, sem athugaði starfshætti útvarpsins í því skyni að koma á sparnaði.