06.12.1950
Sameinað þing: 23. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 197 í D-deild Alþingistíðinda. (4053)

85. mál, dagskrárfé útvarpsins

Frsm. meiri hl. (Finnur Jónsson):

Herra forseti. Nefndin hefur athugað þessa till., og 6 nm. eru sammála um, að hún verði samþ. með brtt. á þskj. 210, að aftan við till. bætist: Jafnframt athugi nefndin, hvort unnt muni að koma við heildarsparnaði í rekstri útvarpsins.

Hv. 2. landsk. þm. (LJós) vildi láta þessa till. ná til allra ríkisfyrirtækja og birtir álit sitt á þskj. 223. Meiri hl. nefndarinnar hefur ekkert við það að athuga, að fram fari alm. athugun á sparnaði í opinberum rekstri, en leggur mjög eindregið til, að þessi stofnun sé athuguð nú og svo hver af annarri, eftir því sem ríkisstj. leggur til, en ekki sé ráðizt í það allt í einu. Að lokum vænti ég þess, að hv. Alþingi samþ. till. frá meiri hl. nefndarinnar.