06.12.1950
Sameinað þing: 23. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 198 í D-deild Alþingistíðinda. (4056)

85. mál, dagskrárfé útvarpsins

Landbrh. (Hermann Jónasson) :

Herra forseti. Það er sjálfsagt þannig, að hægt væri að fara sparlegar með opinbert fé, og verður aldrei gert nógu mikið að því að koma í veg fyrir áþarflega eyðslu, einkum nú. En ég held nú samt, að varhugavert sé að taka þannig eina stofnun út úr. Ég er ekki á móti rannsókn og það sterkri sakarrannsókn í þessari stofnun, en af gefnu tilefni hefur það komið fram, var upplýst af ekki ómerkari manni en hv. form. fjvn., að hjá öðrum stofnunum, sem ríkið stendur straum af, er um að ræða aukagreiðslur og umframþóknanir, sem nema miklu stærri fjárhæðum en þeim, sem hér er um að ræða. Við skulum því gæta þess, að allt réttlæti er ekki nema vinmiðlun, ef svo á að fara að.

Ég minnist þess nú, sem einn franskur stjórnmálamaður sagði: Það er lán, að Frakkar þola skerðingu á frelsi, en misrétti þola þeir ekki. — Og það er ekki í samræmi við virðingu þessarar gömlu stofnunar, Alþingis, ef hún ætlar að ganga á undan í því að taka eina stofnun út. Það er engin smáræðis áhætta, ef einhver ein er tekin út, það er skipuð sakamálarannsókn, og ég er ekki á móti því, en ef við samþykkjum það á eina stofnun; þá álit ég, að það beri að gera það í heild. Ég mundi greiða mitt atkv. með slíkri heildarrannsókn, en ef á að taka eina stofnun út, þá álít ég, að allt öðru máli sé að gegna.