14.11.1950
Neðri deild: 21. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1552 í B-deild Alþingistíðinda. (422)

Varamaður tekur þingsæti

forseti (SB) :

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf frá hv. þm. Mýr.:

„Alþingi, 13. nóv. 1950.

Með því að mér hefur verið falið að sitja ráðgjafarþing Evrópuráðsins í Strasbourg, er kemur saman til framhaldsfunda um miðjan þennan mánuð, leyfi ég mér að óska fjarvistarleyfis, á meðan á fundum þessum stendur, sem væntanlega verður um tveggja vikna skeið með óhjákvæmilegum ferðalögum.

Virðingarfyllst,

Bjarni Ásgeirsson.“

Enn fremur hefur mér borizt svo hljóðandi bréf frá hv. 8. landsk. þm.:

„Reykjavík, 13. nóv. 1950.

Með því að ég þarf að fara til útlanda og geri ráð fyrir að verða fjarvistum um tvær vikur, óska ég þess, að Erlendur Þorsteinsson, annar landsk. varaþm. Alþýðuflokksins, taki sæti á Alþingi, meðan ég er fjarvistum, þar sem 1. varamaður flokksins, Guðmundur Í. Guðmundsson bæjarfógeti, getur nú ekki tekið sæti á Alþingi sökum embættisanna.

Virðingarfyllst,

Stefán Jóh. Stefánsson.“

Samkvæmt þessari ósk tekur varamaður sá, er í bréfinu greinir, sæti 8. landsk. þm.