21.11.1950
Sameinað þing: 16. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1554 í B-deild Alþingistíðinda. (430)

Varamaður tekur þingsæti, rannsókn kjörbréfs

Forseti (JPálm) :

Ég skal aðeins geta þess í tilefni af þessu, að það er náttúrlega mikið rétt, að það hefur í mörgum tilfellum verið æði vafasamt, hvort lögmæt forföll hafa verið fyrir hendi, og enn vafasamara nokkru áður en ég tók hér við forsetastörfum, en ég vil taka fram, að samkvæmt þingsköpum virðist það liggja mikið undir vald hlutaðeigandi deildarforseta að úrskurða um það, hvort forföll séu metin gild, ef á annað borð er farið nokkuð strangt í sakirnar.