08.11.1950
Sameinað þing: 12. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 335 í D-deild Alþingistíðinda. (4326)

900. mál, Bernarsambandið

Viðskmrh. (Björn Ólafsson) :

Herra forseti. Ráðuneytinu voru áður kunnar þessar tölur, því að þær bárust frá forráðamönnum STEFS fyrir tveimur eða þremur mánuðum. Málið er í heild í athugun, og ræði ég það ekki frekar á þessu stigi. Ég vil benda á það í þessu sambandi, að STEF hlýtur að innheimta töluvert mikla peninga fyrir útlendinga, en ekkert af þessu fé hefur verið yfirfært, svo að ég viti. Það er því augljóst, að þarna hlýtur að safnast fyrir nokkur sjóður, en hvort STEF fær þetta fé til ráðstöfunar frá systurfélögum sínum erlendis, veit ég ekki. Þetta mál er sem sé ekki útkljáð enn.