16.11.1950
Sameinað þing: 14. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 335 í D-deild Alþingistíðinda. (4330)

94. mál, Keflavíkurflugvöllur

Viðskmrh. (Björn Ólafsson) :

Herra forseti. Það er ekki venja að mæla á móti því, að fyrirspurnir séu teknar á dagskrá, og geri ég það ekki nú, því að ég álít, að hv. þm. eigi að geta spurt eins og þeir vilja, skynsamlega eða óskynsamlega, en það er ýmislegt í þessari fyrirspurn, sem erfitt er að svara, eða mundi a. m. k. taka langan undirbúningstíma, ef ætti að svara því. Fyrir hv. fyrirspyrjanda virðist helzt vaka að fá efni í blað sitt, en allt um það mæli ég þó ekki á móti því, að fyrirspurnin komi fyrir.

Fsp. leyfð með 19:1 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: ÁS, EOl, FRV, GÞG, HV, HelgJ, IngJ, JS, MK, LJós, PZ, PÞ, RÞ, SG, SkG, ErlÞ, ÁkJ, ÁB, JPálm.

nei: JJós.

BSt, GJ, JG, JörB, StSt, IF greiddu ekki atkv. 26 þm. (BÁ, BBen, BÓ, BrB, EE, EmJ, EystJ, FJ, GG, GTh, HÁ, HG, HermJ, JóhH, JR, KK, KS, LJóh, ÓTh, P0, SÁ, SB, StgrA, StgrSt, VH, ÁÁ) fjarstaddir.