22.11.1950
Sameinað þing: 17. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 336 í D-deild Alþingistíðinda. (4332)

94. mál, Keflavíkurflugvöllur

Viðskmrh. (Björn Ólafsson) :

Herra forseti. Ég vil byrja á því að biðja hæstv. forseta afsökunar á því, að mér hefur láðst að láta vita, áður en málið var tekið á dagskrá, að svör við þessum fyrirspurnum eru ekki fyrir hendi á þessari stundu. Eins og ég tók fram, þegar fyrirspurnin var leyfð hér í þinginu, þá eru margar þessar fyrirspurnir mjög viðamiklar og tekur langan tíma að afla þeirra upplýsinga, sem þar er beðið um. Þessar upplýsingar liggja ekki fyrir nú, og get ég ekki sagt um, hvenær þær verða tilbúnar; það kann að taka margar vikur. — Annars vil ég bæta því við, að ef þm. geta borið fram hverjar þær fyrirspurnir sem þeim lízt, hversu fráleitar sem þær eru, þá hlýtur það og að fara eftir mati viðkomandi ráðh., hvaða fyrirspurnum hann telur eðlilegt að svara.