08.01.1951
Sameinað þing: 29. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1554 í B-deild Alþingistíðinda. (434)

Varamenn taka þingsæti, rannsókn kjörbréfa

forseti (JPálm) :

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 29. des. 1950.

Með því að mér er nauðsynlegt að takast ferð á hendur til Bretlands, í erindum ríkisstjórnarinnar, vil ég leyfa mér að fara þess á leit, að þér, herra forseti, veitið mér fjarvistarleyfi til 11. jan. n. k. og að ekki verði tekin fyrir til umræðu í Alþingi á þessum tíma þau mál, sem ég hef haft sérstaklega afskipti af.

Virðingarfyllst,

Gísli Jónsson.“