29.11.1950
Sameinað þing: 19. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 337 í D-deild Alþingistíðinda. (4340)

94. mál, Keflavíkurflugvöllur

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Út af ummælum hæstv. flugmrh. vil ég taka það fram, að það er réttur okkar þm. að bera fram fsp. sem þessa víðvíkjandi Keflavíkurflugvelli, og hæstv. ráðh. verður að hafa það hugfast, að það er skylda hans, þar eð hann gegnir þessu embætti, að svara þessari fsp., sem hér hefur verið lögð fram, og ef hann treystir sér ekki til að grennslast fyrir um, hvað er að gerast á þessum stað, og láta Alþ. Íslendinga í té upplýsingar um það mál, verður að fara aðrar leiðir til þess að fá það upplýst.