29.11.1950
Sameinað þing: 19. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 352 í D-deild Alþingistíðinda. (4380)

906. mál, réttarstaða og atvinnuskilyrði kvenna

Fyrirspyrjandi (Soffía Ingvarsdóttir):

Herra forseti. Á Alþ. 29. marz 1950 var samþ. þáltill. um rannsókn á réttarstöðu og atvinnuskilyrðum kvenna, og leyfi ég mér að lesa hér upp þál.:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að gera ýtarlega athugun á réttarstöðu og atvinnuskilyrðum kvenna. Að lokinni þeirri athugun skal ríkisstj. gera tillögur um breytingar á gildandi lögum, ef nauðsynlegt kann að reynast, tii að tryggja konum jafnrétti við karla, og um ný lagaákvæði, er rétt þykir að setja til að tryggja konum sömu aðstöðu og karlmönnum til að sjá fyrir sér og sínum og njóta hæfileika sinna í starfi. Ríkisstj. leggi álit og tillögur um þetta efni fyrir Alþingi svo fljótt sem unnt er.“

Og nú vil ég spyrja: Hvað hefur hæstv. ríkisstj. gert til athugunar á því, er í þál. felst?