07.02.1951
Sameinað þing: 39. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 366 í D-deild Alþingistíðinda. (4420)

908. mál, Metzner og aðstoðarmaður hans

Fyrirspyrjandi (Skúli Guðmundsson) :

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. atvmrh. fyrir þær upplýsingar, sem hann gaf, svo langt sem þær náðu. Mér sýnist, að saga þessi hafi farið öðruvísi en gert var ráð fyrir, þegar verið var að knýja þennan ríkisborgararétt í gegn hér á Alþingi. Mér virðist það taka dr. Metzner langan tíma að koma tengdamóður sinni í betra loftslag. Þótt hann gæfi skriflegt fyrirheit um að dvelja hér næstu 5 árin, hefur það farið á annan veg. Ég var ekki viðstaddur, þegar málið var afgr., en ég efast um, að þm. hefðu svo fúslega afgr. málið, ef þá hefði grunað, að svo haldlitlar yrðu upplýsingarnar og fyrirheitin sem raun hefur orðið.