05.02.1951
Sameinað þing: 37. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1558 í B-deild Alþingistíðinda. (446)

Stjórn áburðarverksmiðju

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég vil fara fram á það við hæstv. forseta, að atkvgr. þessari verði frestað. Alþ. hefur ekki enn borizt skýrsla frá hæstv. ríkisstj. um breytingu á stjórn áburðarverksmiðjunnar, sem áður hefur verið kosin hér, og mér finnst rétt, að þm. hafi nokkurn tíma til að athuga þetta mál, eftir að sú tilkynning berst. Ég er ekki með þessu að fara fram á, að málið verði dregið á langinn, en þó að því yrði frestað til morguns, þá er það ekki mikil töf. En venjulega, þegar slíkar kosningar hafa farið hér fram, þá hefur hæstv. forseti sett þær á dagskrá a. m. k. einu sinni áður en þær hafa farið fram. Af þeim ástæðum og vegna þess, að ekki hefur borizt nein tilkynning um breytingu á stjórninni, þá finnst mér eðlilegt, að kosningunni verði frestað, og beini þeirri ósk til hæstv. forseta.