06.02.1951
Sameinað þing: 38. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1559 í B-deild Alþingistíðinda. (451)

Stjórn áburðarverksmiðju

Forseti (JPálm) :

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf frá hæstv. landbrh.:

„Hér með tilkynnist yður, herra forseti, að alþingismaður Bjarni Ásgeirsson hefur sagt af sér störfum í stjórn áburðarverksmiðju ríkisins, og ber Alþingi því að kjósa mann í verksmiðjustjórnina í hans stað. Þar sem nú er ákveðið að stofna hlutafélag um byggingu og rekstur áburðarverksmiðjunnar, telur ráðuneytið eðlilegast í samræmi við 13. gr. laga nr. 40 1949, að Alþingi kjósi nú þrjá aðalmenn og þrjá varamenn í stjórn hlutafélagsins til fjögurra ára.

Hermann Jónasson.

Gunnlaugur E. Briem.“

Ég skal taka það fram, að ég hef gengið úr skugga um, að samkvæmt l. um áburðarverksmiðju er ekki heimilt að kjósa varamenn, svo að aðeins liggur fyrir kosning þessara þriggja manna.