06.02.1951
Sameinað þing: 38. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1559 í B-deild Alþingistíðinda. (453)

Stjórn áburðarverksmiðju

Landbrh. (Hermann Jónasson) :

Herra forseti. Út af fyrirspurn hv. 2. þm. Reykv. vil ég taka fram, að það er ráðið að gera áburðarverksmiðjuna að hlutafélagi, svo sem gert er ráð fyrir í l., og það lá ekki annað fyrir en að bjóða út hlutafjársöfnun, og er féð að mestu leyti fengið. Um eign og stjórn verksmiðjunnar fer eftir lögum. Ríkið hefur meiri hl. í stjórn verksmiðjunnar, og samkvæmt reglum um hlutafélög ræður ríkið rekstrinum. Hlutaféð er þannig lagt fram af einstaklingum til að létta undir stofnun fyrirtækisins og sýna áhuga fyrir rekstri þess. En þeim rekstri ræður ríkið samkvæmt áður sögðu.