06.02.1951
Sameinað þing: 38. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1560 í B-deild Alþingistíðinda. (454)

Stjórn áburðarverksmiðju

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Mér virtist ekki koma greinilega fram skilningur hæstv. ráðh. á l. Mér virtist hann vilja byggja eignarheimild ríkisins á því, að það ætti meiri hluta stofnfjárins. En ég vil taka fram, að eftir l. er verksmiðjan eign ríkisins, þó að tekið sé fram í 13. gr., að hún skuli rekin sem hlutafélag. Það skoða ég aðeins sem fyrirmæli um rekstrarskipulag, en verksmiðjuna sem eign ríkisins og einskis annars. Það er rétt, sem hæstv. landbrh. tók fram, að ríkið hefur meiri hl. í stjórn verksmiðjunnar; en eigi að síður þarf að koma skýrt fram, hver sé hinn raunverulegi eigandi.