05.12.1950
Efri deild: 31. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 141 í B-deild Alþingistíðinda. (570)

90. mál, sala Vatnsleysu í Viðvíkursveit

Gísli Jónsson:

Ég vil svara því til, að ég hygg, að sá réttur hafi ekki heldur verið fyrir hendi þegar viðkomandi keypti Kaldaðarnesið. En að ég tek till. aftur nú kemur til af því, að mér er ljóst, að söfnuðurinn vill ekki á þessu stigi taka að sér kirkjuna, ef þetta skilyrði er sett, að jörðin sé ekki seld nema söfnuðurinn tæki kirkjuna að sér. Kæmi þá til mála, að hreppurinn kaupi jörðina, en mér er ekki ljóst, hvort hann getur öðlazt þann rétt, nema ábúandi a£sali sér réttinum. En meðan málið liggur þannig fyrir, þá sé ég ekki að neitt sé unnið við að láta samþ. till. eins og hún liggur fyrir. Hins vegar vil ég þakka hv. landbn. fyrir það starf, sem hún hefur lagt í þetta verk og afgreiðslu málsins.