22.02.1951
Sameinað þing: 44. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1541 í B-deild Alþingistíðinda. (59)

Fjárhagur ríkissjóðs 1950

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson) :

Herra forseti. Ég gat þess í framsögu fyrir fjárlfrv. 1951, að ég mundi gefa hv. Alþ., svo fljótt sem kostur væri á, upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á árinu 1950. Undanfarið hafa verið dregnar saman upplýsingar að uppgjöri til bráðabirgða fyrir árið 1950, og er því nú lokið. Þótti þá rétt, að ég gæfi hv. Alþ. yfirlit um afkomu ársins 1950 samkvæmt þessu bráðabirgðayfirliti. Þess ber að geta nú, eins og venja er um yfirlit slík, að tölur geta breytzt við endanlegt uppgjör, en það er von fjmrn., að þær breytist ekki svo mikið, að heildarniðurstaðan raskist svo máli skipti.

Mun ég þá gera grein fyrir rekstrarreikningnum

Rekstrarreikningur 1950

Tekjur:

Fjárlög

Reikningur

1

Tekju- og eignarskattur og tekjuskattsauki

40.000.000

44.792.000

2

Stríðsgróðaskattur, hluti ríkissjóðs

2.000.000

1.405.000

3.

Vörumagnstollur

21.000.000

22.244.000

4.

Verðtollur

78.000.000

58.387.000

5.

Innflutningsgjald af benzíni

9.500.000

9.574.000

6.

Gjald af innlendum tollvörum

6.500.000

6.878.000

7.

Fasteignaskattur

700.000

763.000

8.

Lestagjald af skipum.

250.000

266.000

9.

Bifreiðaskattur

3.500.000

2.373.000

10.

Aukatekjur

1.800.000

2.036.000

11.

Stimpilgjald

4.500.000

5.303.000

12.

Vitagjald

900.000

933.000

13.

Leyfisbréfagjald

150.000

133.000

14.

Erfðafjárskattur

300.000

509.000

15.

Veitingaskattur

3.500.000

2.185.000

16.

Útflutningsgjald

300.000

324.000

17.

Söluskattur

47.500.000

53.810.000

18.

Leyfisgj.+söluskattur bifreiða

3.500.000

2.599.000

1.649.000

223.900.000

216.163.000

Hækkun eftirstöðva

9.925.000

Endurgreiddar tekjur

1.455.000

Innheimt laun

120.000

1 1.500.000

223.900.000

204.663.000

3.

gr.

A

Landssíminn

1.701.000

4.301.000

Áfengisverzlunin

48.908.000

53.800.000

Tóbakseinkasalan

19.520.162

27.000.000

Ríkisútvarpið

612.020

300.000

Ríkisprentsmiðjan

200.000

210.000

Landssmiðjan

60.000

25.000

Innkaupastofnunin

4.000

76.000

71.110.000

85.612.000

Pósturinn

200.000

85.412.000

3.

gr.

B

Tekjur af fasteignum

10.000

4.

gr.

Vextir

1.814.000

1.782.000

5.

gr.

Óvissar tekjur

1.500.000

5.380.000

Kr.

298.334.000

297.337.000

Gjöld:

Fjárlög

Reikningur

7.

gr.

Vextir

10.169.000

6.495.000

8.

gr.

Forsetaembættið

414.000

691.000

9.

gr.

Alþingi

2.316.000

2.316.000

10.

gr.

I

Stjórnarráðið

3.363.000

4.376.000

10.

gr.

II

Hagstofan

433.000

526.000

10.

gr.

III

Utanríkismál

4.707.000

4.736.000

11.

gr.

A

Dómsmál

13.189.000

15.018.000

Fjárhagur ríkissjóðs 1950.

11. gr. B

Opinbert eftirlit

943.000

1.900.000

11. gr. C

Innheimta skatta og tolla

5.687.000

6.960.000

11. gr. D

Sameiginlegur embættiskostnaður

1.350.000

1.300.000

12. gr.

Heilbrigðismál

15.841.000

17.843.000

13. gr. A

Vegamál

26.528.000

27.580.000

13. gr. B

Samgöngur

3.658.000

5.434.000

13. gr. C

Vitamál

8.835.000

9.550.000

13. gr. D

Flugmál

2.239.000

2.000.000

14. gr. A

Kirkjumál

3.375.000

3.969.000

14. gr. B

Kennslumál

32.745.000

38.203.000

15. gr. A

Til bókmennta, lista o. fl.

2.709.000

2.785.000

15. gr. B

Rannsóknir í opinb. þágu

3.838.000

4.781.000

16. gr. A

Landbúnaðarmál

23.806.000

26.168.000

16. gr. B

Sjávarútvegsmál ,

8.088.000

8.160.000

16. gr. C

Iðnaðarmál

811.000

830.000

16. gr. D

Raforkumál

4.600.000

4.400.000

17. gr.

Félagsmál

27.688.000

28.020.000

18. gr.

Eftirlaun og lífeyrissj.

6.509.000

8.100.000

19. gr. 1

Dýrtíðarráðstafanir

33.500.000

26.130.000

19. gr. 2

Launauppbætur

14.000.000

19. gr. 3

Verðuppbætur á gærur

225.000

225.000

19. gr. 4

Óviss útgjöld

500.000

2.500.000

Heimildarlög

79.000

Sérstök lög

1.844.000

Væntanleg fjáraukalög

257.000

Þingsályktanir

45.000

262.066.000

263.221.000

Rekstrarhagnaður

36.268.000

34.116.000

Kr. 298.334.000

297.337.000

Tekjur ársins voru áætlaðar 298 millj. kr., en samkv. þessu bráðabirgðauppgjöri eru þær um 297 millj. kr., eða nær jafnháar og áætlað var. Rekstrarútgjöld voru áætluð 262 millj. kr., en eru samkv. þessu bráðabirgðayfirliti 263 millj. kr., eða aðeins hærri en áætlað var. Rekstrarhagnaður var áætlaður 36 millj. kr., en er samkv. bráðabirgðauppgjörinu 34 millj. kr.

Flestir liðir rekstrarreikningsins gefa ekki tilefni til athugasemda, en ég mun minnast á nokkra. Það, sem fyrst vekur athygli við lestur reikningsins, er það, hversu verðtollurinn hefur brugðizt. Hann var áætlaður 78 millj. kr., en hefur reynzt 58 millj. Verðtollurinn hefur með öðrum orðum reynzt jafnhár nú og árið 1949, þrátt fyrir gengislækkunina. Þessu hefði enginn trúað fyrir fram. Innflutningurinn hefur minnkað stórlega á árinu 1950 frá því, sem hann var árið 1949. Ég taldi, að verðtollurinn mundi ekki vera of hátt áætlaður fyrir árið 1950, og margir aðrir töldu hann vera allt of lágt áætlaðan. Það er fróðlegt að líta á innflutningstölurnar þessi tvö ár. Hagstofan segir, að reiknað með núverandi gengi bæði árin til samræmis hafi innflutningurinn 1949 numið 785 millj. kr., en innflutningurinn árið 1950 590 millj. kr. Lækkunin nemur hvorki meira né minna en 195 millj. kr., eða um 25%. Þegar þess er gætt til viðbótar, að nauðsynjavörur ýmsar hafa hækkað í verði og að innflutningur á þeim hefur hlotið að vera svipaður bæði árin að magni, kemur í ljós, að innflutningur hátollaðra vara hlýtur að hafa minnkað meira jafnvel en fram kemur af innflutningstölunum.

Hin raunverulega ástæða þess, hve illa hefur farið að þessu leyti, eru erfiðleikar margvíslegir, sem mæddu á þjóðinni á árinu 1950, síldveiðibrestur, framleiðslustöðvanir vegna verkfalla og verðfall á útflutningsafurðum, samanborið við innfluttar vörur.

Aðrir tekjuliðir hafa farið aðeins fram úr áætlun, ýmsir, og vegið hér nokkuð á móti, en þó einkum tekjur af einkasölunum, sem hafa orðið þó nokkru hærri en áætlað var. Vörur einkasalanna voru hækkaðar í verði á árinu, og hefur sú hækkun gefið eitthvað auknar tekjur, en vörusala beggja hefur þó raunar dregizt nokkuð saman. Ástæða er til þess að benda á, að rekstrarhagnaður landssímans hefur orðið mun meiri en áætlað var. Hann var áætlaður 1700 þús. kr., en hefur orðið 4300 þús. kr. Er þetta af því, að tekjur hafa reynzt drýgri en gert var ráð fyrir og gjöldin á hinn bóginn sízt hærri, en þar um veldur nokkru, að viðhald og endurbætur gátu ekki farið fram sem fyrirhugað var vegna efnisskorts.

Eins og áður var sagt, sýnast tekjurnar 1950 ætla að verða sem næst jafnháar á rekstrarreikningi og áætlað var í fjárl., og eru það veruleg vonbrigði. Til þess að fjárlög geti staðizt við venjulegar aðstæður, þurfa tekjurnar að fara nokkuð fram úr áætlun, þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því, að útgjöldin verði nákvæmlega eins og fjárl. gera ráð fyrir. Það hlýtur að verða að gera ráð fyrir einhverjum umframgreiðslum, hversu sem reynt er að koma í veg fyrir slíkt.

Í yfirlitinu eru eins og vant er aðeins taldar innborgaðar tekjur. Eru dregnar frá 11,5 millj. vegna aukningar eftirstöðva tekju- og eignarskatts og söluskatts. Þessi fjárhæð er ískyggilega há, en ég vona, að mikið af þessu náist inn og sumt fyrir reikningslok.

Eins og ég hef áður oftlega greint Alþingi frá, þá horfði söluskattsinnheimtan til vandræða. Hefur því með samþykki Alþingis verið gripið til nýrra ráðstafana, sem vonandi bæta úr. Vona ég, að menn skilji nauðsyn þess að koma innheimtunni í betra horf en verið hefur. Fer þar saman almannanauðsyn og hagur þeirra, sem í skilum hafa staðið. Þetta hefur þó komið minna að sök en ella á s. l. ári vegna þess, að umframgreiðslur hafa yfirleitt orðið litlar og útgjöldin á tveimur liðum fjárl. orðið nokkru lægri en fjárl. gera ráð fyrir.

Vaxtagreiðslur verða lægri en áætlað var, vegna þess að samkomulag hefur fengizt við Landsbankann um að taka tillit til mótvirðissjóðsinneignarinnar við ákvörðun vaxta af yfirdráttarskuld ríkissjóðs í bankanum.

Dýrtíðargreiðslur hafa orðið um 7 millj. kr. minni en áætlað var í fjárl., og munar þar mest um, að ekki bar að greiða á árinu nema hálfan svo kallaðan kjötstyrk, sem nú er raunar alveg úr sögunni. Að öðru leyti reyndist áætlun á þessum fjárlagalið einnig rífleg, miðað við að halda niðurborgunum vöruverðs á árinu eins og þegar gengislækkunin var gerð, en það var ætlunin, og þannig hefur málið verið framkvæmt.

Erfitt er að bera hvern einstakan fjárlagalið í reikningnum saman við fjárl., vegna þess að launauppbætur allar voru áætlaðar sérstaklega á 19. gr., en ekki bætt við hvern einstakan lið, eins og hefði þó þurft að vera, ef samanburður hefði átt að geta fengizt á fjárveitingu og reikningi. Slíkt var á hinn bóginn ekki mögulegt eins og afgreiðslu fjárlaga bar að, svo sem hv. alþm. er kunnugt. Fæstir fjárlagaliðanna sýnast hafa farið verulega fram úr fjárveitingu, nema sem svarar launauppbótum, sem fjárveiting var fyrir á 19. gr. 2.

Ástæða er til þess að geta um 13. gr. B, samgöngur. Þar er fjárveiting 3658 þús., en bráðabirgðauppgjör sýnir 5434000 kr. útgjöld. Hér er áætlað fyrir halla, sem fram kom á rekstri áætlunarbifreiða ríkisins, Norðurlandsleið og Hafnarfjarðarleið, þegar rekstur þeirra var gerður upp og bifreiðarnar seldar. Er þarna gert ráð fyrir 1,2 millj. kr. upp í halla á þessum rekstri, en hallinn mun hafa reynzt hátt á aðra milljón, og er ekki búið að gera þau viðskipti upp við ríkissjóð enn þá. Verður greint frá því síðar. Þá hefur orðið meiri halli á rekstri strandferðanna en fjárlög gerðu ráð fyrir, og mun þar mestu valda, að ekki hefur verið tekið nægilegt tillit til áhrifa gengisfellingarinnar á þá útgerð við endurskoðun fjárl. s. l. vetur. Þyrill hefur verið afhentur Skipaútgerðinni til rekstrar, og er frá dreginn hér áætlaður hagnaður af rekstri hans.

16. gr. A, landbúnaðarmál, hefur farið nokkuð fram úr áætlun, eða um 2360 þús. Sú umframgreiðsla er vegna sauðfjárskipta. Það kom sem sé í ljós, þegar til átti að taka, að áætlun fjárl. um bótagreiðslur vegna sauðfjárskipta var of lág og ekki framkvæmanlegt að halda sér við hana, ef standa átti við lögboðnar greiðslur, og annað gat vitanlega ekki komið til mála. Varð því að fara fram yfir á þessum lið um 2344000 kr. Rétt er að taka fram, að af heildarfjárhæð þeirri, sem greidd var til sauðfjárveikimálanna á árinu 1950, 9809000 kr., voru 3666000 kr. greiddar í skuldabréfum til bænda, eins og sést á yfirlitinu um eignahreyfingar.

Samkvæmt sérstökum lögum eru greiddar 1844 þús. kr. samtals, og eru það ýmsar smærri fjárhæðir, en ein fjárhæð nemur 1489000 kr., og er það styrkur til bænda vegna óþurrka, skv. brbl. frá því í haust, sem nú hafa verið samþ. á Alþingi.

Kem ég þessu næst að greinargerð um eignahreyfingar.

Eignahreyfingar 1950.

Inn:

Fjárlög

Reikningur

I.

Fyrningar

2.350.000

3.575.000

II.

Útdregin bankavaxtabréf

100.000

54.000

III.

Endurgreiddar fyrirframgreiðslur

10.000

IV.

Skuldabréfalán vegna sauðfjárskipta

3.666.000

V.

Endurgreidd lán og andv. seldra eigna

50.000

2.600.000

VI.

Eignakönnunarsk., hluti ríkissjóðs

2.000.000

Kr.

2.510.000

11.895.000

Endurgr. fyrirframgreiðslur frá 1949

1.264.000

Innborganir af bankainnstæðum

4.598.000

Tekin lán:

Vegna alþjóðabanka og gjaldeyrisvarasjóðs

6.449.000

Innlend lán, önnur

12.457.000

18.906.b00

Dönsk lán

2.009.000

Ensk lán

32.481.000

Auknar lausaskuldir

5.643.000

76.796.000

Rekstrarhagnaður skv. rekstraryfirliti

34.116.000

Sjóðslækkun, aukinn yfirdr. á L. Ís. 1727 og aukn. á geymdu fé

2.043.000

Kr.

112.955.000

Fjárhagur ríkissjóðs 1950.

Út :

I.

Afborgun lána:

Fjárlög

Reikningur

1.

Ríkissjóðslán:

a)

innlend lán

17.286.000

15.940.000

b)

dönsk lán

692.000

690.000

2.

Lán landssímans :

750.000

742.000

II.

Greitt vegna ríkisábyrgðarlána í vanskilum

4.000.000

4.394.000

III.

Eignaaukning landssímans

2.750.000

2.384.000

IV.

Til bygginga á jörðum ríkisins

200.000

200.000

V.

Til bygginga varðskipa

3.850.000

3.903.000

VI.

1.

Til bygginga við ríkisspítala

1.000.000

1.365.000

2.

Til byggingar fávitahælis

500.000

500.000

VII.

1.

Til bygginga nýrra vita

700.000

700.000

2.

Til bygginga vitavarðarbústaða

250.000

250.000

VIII.

Til flugvallagerða og lendingarbóta

1.250.000

1.250.000

IX.

1.

Bygging á Keldum

200.000

2.

Bygging heimavistar við M. A.

400.000

400.000

3.

Bygging sjómannaskólahúss

500.000

500.000

4.

Kennarabúst. á Hólum

50.000

50.000

5.

Stofnkostnaður rafveitu á Hvanneyri

100.000

100.000

6.

Skólastjórabústaður, Reykjum, Ölfusi

50.000

50.000

X.

Bygging þjóðminjasafns

500.000

517.000

XI.

Bygging á Reykhólum

100.000

100.000

XII-XIII.

Bygging á prestssetrum

700.000

700.000

XIV.

Bygging farþegaskýlis vegna tolleftirlits

90.000

90.000

XV.

Bygging sýslumannabústaða

500.000

500.000

Til byggingar landshafna

145.000

Til byggingar strandferðaskips (Heklu, eftirst.)

663.000

Til byggingar kornhlöðu að Bessast.

108.000

Til byggingar drykkjumannahælis

60.000

36.418.000

36.301.000

Verðbréf fengin að erfðum og tekin upp í tekjur

309.000

Til ríkisstofnana:

Byggingarsjóðir

1.000.000

Rekstrarfé

4.200.000

5.200.000

Veitt lán

7.594.000

Gengismism. á framlagi til Alþjóðab. og gjaldeyrissj.

6.453.000

Greiddar lausaskuldir

11.939.000

Fyrir fram greitt vegna fjárl. 1951

2.725.000

70.521.000

Greitt vegna tíu togara

42.434.000

Kr.

112.955.000

Samkvæmt þessu yfirliti eru heildarniðurstöður á greiðslureikningi þannig:

Tekin lán, auknar lausaskuldir, lækkun bankainnstæðna, lækkun sjóðs og endurgreiddar fyrirframgreiðslur nema samtals 70610000 kr. — Frá dregst: Lækkun lausaskulda, gengismismunur á skuld vegna alþjóðabanka og gjaldeyrisvarasjóðs og fyrirframgr. fyrir 1951 21470000 kr. — Mismunur 49140000 kr. — Frá dregst: Það, sem lagt var í togarana nýju, 42434000 kr. Lánað Ræktunarsjóði af innstæðu skv. lögum frá 1947 2500000 kr. Rekstrarfjárauki ríkisstofnana 4200000 kr. Samtals 49134000 kr. — Mismunur 6000 kr.

Allar aðrar greiðslur — rekstrarútgjöldin öll — fastar afborganir lána, 15,9 millj. — allar greiðslur á 20. gr., aðrar en þær ofantöldu vegna nýju togaranna, Ræktunarsjóðs og rekstrarfjár stofnana, hafa verið greiddar með raunverulegum tekjum ríkissjóðs.

Greiðslujöfnuður hefur því náðst á árinu 1950 samkvæmt þessu bráðabirgðauppgjöri, og vona ég, að endanlegt uppgjör raski ekki þeirri niðurstöðu svo máli skipti.

Það skal tekið fram, að ekki hefur verið færður með á þetta yfirlit gengishagnaður bankanna, sem ríkissjóður varð eigandi að með gengisl., en lánaður var aftur Ræktunarsjóði, byggingarsjóði sveitanna, byggingarsjóði verkamanna og bæjarfélögum til íbúðarhúsabygginga. Nemur sú fjárhæð 21226000 kr., er ráðstafað var til þessara stofnana, svo sem lögin gerðu ráð fyrir. Hafa þessi viðskipti ekki haft nein áhrif á greiðsluafkomu ríkissjóðs á árinu, þótt ríkissjóður á hinn bóginn hafi eignazt þessa fjármuni.

Samkv. fjárl., 20. gr. Út var veitt fé til eignahreyfinga 36418000 kr. Þessir liðir fjárl. munu ekki fara fram úr áætlun, eins og yfirlit þetta ber með sér. Hins vegar eru í 20. gr. Út nokkrar greiðslur utan fjárl., en skv. öðrum lögum, og má þar nefna til byggingar landshafna 145000 kr., eftirstöðvar af andvirði strandferðaskipsins Heklu 663000 kr., lán til Ræktunarsjóðs, sem tekið er af bankainneign og greitt samkv. lögum frá 1947, 2½ millj. kr. og lán til bænda vegna óþurrkanna í sumar 3011000 kr. Þá höfðu verið lánaðar til eiganda togarans Jörundar 1249000 kr., svo sem komið mun hafa fram á Alþ. í öðru sambandi og er það tilfært í ársbyrjun 1950.

Ég vil þá geta þess, að skuldir ríkissjóðs í árslok 1950 voru 327539000 kr. og skuldir í árslok 1949 248372000 kr. Skuldahækkun á pappírnum er því 79167000 kr., en hér þarf að draga frá gengismismun á erlendum skuldum og afföll á láni teknu erlendis vegna togaranna, samt. 49610000 kr. Mismunur 29557000 kr. Eins og áður var greint, hefur ríkissjóður lagt út mikið fé vegna togaranna 10, sem allt er tekið að láni, skipin verða seld við kostnaðarverði, og ber því að draga þá fjárhæð frá, þegar athugað er um skuldahag ríkissjóðs sjálfs; þessar skuldir nema 42434000 kr. Sést því, að raunverulega hafa skuldir ríkissjóðs lækkað á árinu um 12877000 kr. Af skuldum ríkissjóðs í árslok 1950 eru 106 millj. erlendar skuldir, en 221 millj. innlendar. Erlendu lánin eru tekin vegna sérstakra fyrirtækja (aðallega togara og síldarverksmiðja) og endurlánuð þeim og ekki til ætlazt, að ríkissjóður standi undir þessum skuldum. Hið sama gildir um sumt af innlendum skuldum, en þó verður ríkissjóður að sjá um mest af þeim.

Af þessu yfirliti sést, að fjárl. hafa staðizt í framkvæmd, en mátti þó ekki miklu muna, að stór óhöpp yrðu, og sést það gleggst á verðtollstekjuliðnum. Ef aðrir liðir tekna- og gjaldamegin hefðu ekki verið varlega áætlaðir eða verulegar umframgreiðslur orðið, þá hefði mistekizt að ná greiðslujöfnuði á árinu. Bendir það til þess, að áætla verður mjög varlega bæði tekjur og gjöldin, ef afstýra á áföllum.

Ástandið er þannig í peningamálunum, að ríkissjóður hefði þurft að hafa greiðsluafgang, enda hefði það orðið, ef tekjuliðir hefðu ekki brugðizt verulega, eins og gerð hefur verið grein fyrir.

Menn mundu ef til vill vilja spyrja, hvort nokkuð mætti af þessu bráðabirgðauppgjöri ráða um afkomuhorfur á þessu ári. Ekki mundi ég telja að svo væri, umfram það, sem hægt hefur verið að leiða getur að með þeirri vitneskju, sem fyrir hendi hefur verið um sinn og var þegar við gengum frá fjárl. Rétt er þó að geta þess, að enginn gjaldaliður núgildandi fjárl. er jafnvarlega áætlaður og vaxtagreiðslur og dýrtíðargreiðslurnar voru í síðustu fjárl., en jafnframt er einnig rétt að láta það koma fram, að ég tel tekjuliði fjárl. fyrir árið 1951 varlegar áætlaða en þeir voru í fjárl. ársins 1950. Ástæðan til þess er sú, að þegar frá fjárl. var gengið nú fyrir jólin, var sýnilegt, að sumir tekjuliðir mundu bregðast verulega frá því, sem áætlað var í fjárl. ársins í fyrra. Var því nokkuð fyrir því gert.

Mér finnst því sem áður ástæða til að vona, að greiðslujöfnuður náist á árinu 1951, nema stóróhöpp komi fyrir. Til þess þurfa þó tekjurnar auðvitað að reynast nokkru drýgri en fjárl. gera ráð fyrir, þar sem ómögulegt er að komast alveg hjá umframgreiðslum.

Ég vil taka það fram við þetta tækifæri, eins og ég hef gert oft áður, að það þarf góð samtök, ef takast á til frambúðar að minnka bilið, sem verið hefur á milli fjárl. og landsreiknings, og koma á þeirri venju, að yfirleitt verði ekki notað meira fé en veitt er á fjárl. Það þarf margra manna samtök, ef þetta á að takast. Það verður að vanda mjög vel allar áætlanir, sem gerðar eru fyrir fram, gæta þess vandlega að greina nógu snemma frá öllum framkvæmdum, sem menn hafa í huga og kosta fé úr ríkissjóði, þannig að þær geti orðið, ef framkvæmast eiga. Síðan þarf mikla aðgæzlu og fyrirhyggju í framkvæmdinni, svo að eigi verði notað meira fé en veitt er. Til þess að vel farnist í þessu efni, þurfa allir ráðherrar, skrifstofustjórar og fulltrúar stjórnarráðsdeilda, forstöðumenn starfsgreina og aðstoðarmenn að vera vakandi og fullir fyrirhyggju og gæta skyldu sinnar, hver á sínu sviði. Þá þarf og Alþ. að ganga svo frá fjárl., að með sanngirni verði til þess ætlazt, að í framkvæmd standist.

Ég vil leyfa mér að þakka samstarfsmönnum mínum í ríkisstj. fyrir góða samvinnu við undirbúning fjárl. fyrir árið 1950 og framkvæmd þeirra og við undirbúning þeirra fjárl., sem nú er byrjað að framkvæma, og góðan skilning á því, hvað gera þarf til þess að koma heppilegri skipan á þessi mál. Enn fremur vil ég leyfa mér að þakka hv. fjvn. Alþ. og þingmeirihlutanum, er að fjárl.frv. hefur staðið, fyrir góða samvinnu í þessum efnum, og fjöldamörgum forstöðumönnum starfsgreina og öðrum embættismönnum, sem hafa sýnt mikinn skilning á þessu örðuga viðfangsefni og lagt sig fram við að nota ekki meira fé en veitt var á fjárl. Verður að vinna að því áfram að tryggja sem bezt samtök um þessi mál framvegis.

Ég mun ekki að þessu sinni ræða hér neitt almennt um fjármálastefnu ríkisstj. né framkvæmd hennar, þar sem erindið var það eitt að gefa hv. Alþ. skýrslu um afkomu ársins 1950, að svo miklu leyti sem bráðabirgðauppgjör getur sýnt, og læt því lokið máli mínu.