13.12.1950
Neðri deild: 38. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 147 í B-deild Alþingistíðinda. (609)

87. mál, lögtak og fjárnám

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. frsm. upplýsingarnar og fellst á það, sem hann sagði viðvíkjandi 2. gr. Ég held nú samt, að rétt væri að athuga, hvort ekki ætti að hækka lágmarkið úr 5 í 10 þús. kr. Þegar um er að ræða efnuðu mennina, sem vegna einhverra orsaka tregðuðust við greiðslu, þá væri hærri upphæðin óþarfi. En gagnvart almenningi væri sanngjarnt að hækka lágmarkið. Ed. hefur sett þetta lágmark, en ég vildi freista þess að fá meiri hl. hér til að þetta yrði hækkað. Mér þætti vænt um, ef nefndin athugaði þetta síðar frá hinu sjónarmiðinu milli umræðna.

Ég vil svo leyfa mér að leggja fram brtt. um þetta og vil biðja hæstv. forseta að leita afbrigða fyrir henni.