13.12.1950
Efri deild: 37. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 153 í B-deild Alþingistíðinda. (632)

8. mál, gjaldaviðauki 1951

Hannibal Valdimarsson:

Herra forseti. Ég vildi leyfa mér að biðja hæstv. ráðh. að upplýsa um útkomuna á verðtollinum og spyrja hann, hvernig útlitið sé með hagnað af tóbaks- og áfengissölunni núna 1. des., og hvort það sé í samræmi við þá áætlun, að brennivínið eigi að gefa 46 millj. kr. tekjur og tóbakið 22 millj. á næsta ári. Mætti ekki á grundvelli þess, sem vitað er um þessar tekjur, áætla þær allmörgum milljónum kr. hærri7 Mætti þá e.t.v. lækka eitthvað skatta þessa frv.