13.12.1950
Efri deild: 37. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 153 í B-deild Alþingistíðinda. (635)

8. mál, gjaldaviðauki 1951

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Það hefur verið stefna hæstv. ríkisstj. að afgreiða tekjuhallalaus fjárl. Ég er þeirrar skoðunar, að tekjur samkv. þeim séu of lágt áætlaðar á sumum liðum, en útgjöld munu líka fara langt fram úr áætlun, t.d. einn póstur upp á 3 milljónir, sem tekinn hefur verið inn, og yrði þannig sýnilega um greiðsluhalla að ræða, ef ekkert kæmi á móti, og segi ég því já.

2. gr. samþ. með 9 shlj. atkv.

Brtt. 365,II. (ný gr., verður 3. gr.) samþ. með 9 shlj. atkv.

3. gr. (verður 4. gr.) samþ. með 9 shlj. atkv.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frv. vísað til 3. umr. með 9:5 atkv.