13.12.1950
Efri deild: 38. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 156 í B-deild Alþingistíðinda. (639)

8. mál, gjaldaviðauki 1951

Hannibal Valdimarsson:

Herra forseti. Ég heyrði það nú, að hv. þm. Vestm., fyrrv. fjmrh., var ekkert síður undrandi heldur en við, sem hér tókum til máls áðan úr stjórnarandstöðunni, á þessari verulegu hækkun á sköttum, sem hæstv. fjmrh. fer fram á að fá lögfesta. Hann benti réttilega á það, að ekki er búið í þessu fjárlfrv. að snúast við vandkvæðum sjávarútvegsins á neinn þann hátt, að líkur megi telja til, að hann verði starfræktur, þ.e.a.s. verulegur hluti hans, vélbátaflotinn. Fjárveiting til niðurgreiðslu á fiskverði er ekki með í frv. Upphæðin til dýrtíðarráðstafana er miklu lægri, líklega á annan tug milljóna. Það er rétt að geta þess, að breyt. er á orðin til hækkunar á fjölmörgum tekjuliðum ríkisins fyrir það, að gengislækkun hefur átt sér stað. Það er kannske hennar eina ljósa hlið, að hún átti að gefa og gefur tugi milljóna að krónutölu í ríkissjóð. Það veltur nú á fleiri krónum í innflutningi á öllum vörum til landsins. Og allir þeir tollar og skattar, sem við það eru miðaðir, þeir hækka gífurlega, í mörgum tilfellum milli 30 og 40%. Verðtollur á að hækka fast að því um einn þriðja. Innflutningsgjald á benzíni á að hækka og ýmsir aðrir liðir. Hinn alinenni söluskattur hækkar svo að nemur tugum milljóna. Hæstv. fjmrh. hefur að vísu gert grein fyrir því, að sér lítist þannig á, að einn af tekjuliðum 2. gr. fjárlfrv. muni illa skila sér í samanburði við það, sem við var búizt. Er þó ekki séð, að þessi svartsýni hæstv. ráðh. sé á fullum rökum reist. En svo mikið er víst, að ýmsir aðrir liðir en þeir, sem ég minntist á áðan, hljóta að sýna gífurlega hækkun í reyndinni. Tekju- og eignarskatturinn t.d. gaf árið 1949 491/2 millj. kr., en nú er hann ekki áætlaður nema 35 millj. kr. Það á að vera komið það óæri í þennan tekjuskatt, að hann verði 141/2 millj. kr. lægri en árið 1949. Við athugun á útkomu þessa tekjustofns fram að 1. nóv. sé ég ekki nokkra ástæðu til að álíta, að hann lækki svona gífurlega. Eða innflutningsgjaldið af benzíni. Það er áætlað nú 291/2 millj. kr., eða jafnhátt og fjárlagaárið 4950. Þá fékk brúasjóður líka sínar tekjur. Það er engin breyt. frá árinu 1950 til ársins 1951, en að vísu breyt. frá árinu 1949. Fyrsta nóv. þ. á. var innflutningsgjaldið búið að gefa 9 milljónir króna. Nú er það orðið a.m.k. 9,9 millj. (Fjmrh.: Það er eftir að draga frá það, sem brúasjóður fær.) Brúasjóður fékk líka af þessu sitt á árinu 1950, eins og hann fær 1951. Það verður ekki annað séð en að full ástæða sé til að ætla, að þessi tekjustofn gefi um 11 millj. kr. í staðinn fyrir 91/2. Söluskatturinn er áætlaður 50 millj. króna, en hann var 44 millj. árið 1949 og hækkaði alveg gífurlega sökum gengislækkunarinnar. Og ég hef talið það byggjast á fullum rökum, að hann væri nú áætlaður 60 millj. króna. En við 2. umr. fjárlfrv. fór ég þarna mitt á milli, til þess að sú áætlun væri mjög varleg, og áætlaði 55 millj. En ráðh. gerir ráð fyrir 50 millj. kr. og taldi ástæðu til að breyta áætluninni í þá upphæð, sem ég tel ekki rétt, ef það vakir fyrir mönnum að áætla nokkurn veginn rétt, eftir því sem útlit er fyrir á þessu stigi málsins. Og ef menn vildu forðast að leggja á nýja skatta, tel ég, að hefði verið svigrúm til að breyta tekjuliðum 2. og 3. gr., bara meir í námunda við rétta áætlun án þess að þurfa að taka inn nokkra nýja tekjustofna til að standast öll þau útgjöld, sem nefnd hafa verið fram að þessu. Og þó að atvinnulífinu væri rétt rífleg hjálparhönd, er ekki ástæða til að kalla eftir þyngri skattaálögum á þjóðina þess vegna.