02.11.1950
Neðri deild: 14. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 163 í B-deild Alþingistíðinda. (660)

5. mál, tollskrá o.fl.

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég hefði óskað eftir framsögu með þessu frv. af hálfu ríkisstj., en svo virðist ekki ætla að verða. Ég vildi aðeins geta þess nú, þótt ég ræði sennilega aðallega um málið við 2. umr., að sökum þess að lofað var að lækka tolla, þegar gengislækkunin var til umr., þá er óviðkunnanlegt að sjá alla gömlu tollana framlengda, en fyrst hæstv. ríkisstj. virðist ekki óska þess að ræða málið nú, skal ég geyma mér frekari umr. til 2. umr.