13.12.1950
Neðri deild: 39. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 176 í B-deild Alþingistíðinda. (678)

5. mál, tollskrá o.fl.

Viðskmrh. (Björn Ólafsson):

Ég ætla ekki að tefja umr. miklu lengur, en út af því, sem hv. 2. landsk. spurði um í sambandi við hveitiverðið, þá er það alveg rétt, að það hefur verið keypt hveiti frá Ameríku fyrir hærra verð en hveiti þar er nú, en það hveiti. sem við getum fengið núna í Ameríku, er 45%, lægra en hveitið, sem við fáum frá Austur-Þýzkalandi. Það er sú staðreynd, sem við verðum að byggja á. Og nú er Ísland orðið aðili að samtökum um hveitisölu, sem tryggja það, að það geti fengið hveiti fyrir þetta verð bæði fyrir dollara og pund. Ísland var ekki aðili að þessum samtökum áður, en hjá þeim var hveitiverðið alltaf á lægra verði en það, sem fékkst fyrir Marshallfé. En við notuðum Marshallféð vegna þess, að við höfðum ekki annað fé til þess.