13.12.1950
Neðri deild: 39. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 177 í B-deild Alþingistíðinda. (679)

5. mál, tollskrá o.fl.

Lúðvík Jósefsson:

Mér sýnist á þessum upplýsingum hæstv. ráðh., að það sé satt, sem mér hefur verið sagt, að það sé staðreynd, að hveitiverðið hafi verið svipað og það verð, sem hér um ræðir. En ég ítreka þá spurningu, hvort hægt sé að fá þetta hveiti fyrir frjálsa dollara í Kanada nú fyrir sama verð. (Viðskmrh.: Ég veit ekki annað en svo sé hægt.) Það kemur þá ekki skýrt fram, hvort það er hægt eða ekki. En miðað við það ástand, sem nú er, er hér um tvímælalausa bót að ræða, því vöruskiptin hækka fiskverðið svo mikið, og þótt það væri hægt að fá hveitið með lægra verði, þá verða þessi viðskipti máske svipuð, en lakari verða þau aldrei.