16.10.1950
Neðri deild: 3. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 191 í B-deild Alþingistíðinda. (749)

10. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Á síðasta Alþingi var gengið þannig frá ákvæðunum um leyfisgjöld, að eftir voru skilin gjöld á gjaldeyri til utanferða og á innflutningsleyfi fyrir bifreiðum og á bifreiðar, sem ganga kaupum og sölum innan lands. Nú er gert ráð fyrir, að þetta verði leiðrétt og lögin framlengd; og leyfi ég mér að æskja þess, að frv. verði að lokinni umr. vísað til 2. umr. og fjhn.