13.10.1950
Sameinað þing: 3. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 208 í B-deild Alþingistíðinda. (769)

1. mál, fjárlög 1951

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Það hefur verið gerð grein fyrir afkomu ríkissjóðs á árinu 1949 hér á Alþingi. Það var gert á síðasta þingi, en var, eins og vænta mátti, miðað við bráðabirgðauppgjör fyrir árið 4949. Nú hefur farið fram endanlegt uppgjör fyrir það ár og verið gengið frá öllum reikningum, og fá háttvirtir alþingismenn reikninginn í sínar hendur mjög fljótlega. Það er ekki ástæða til þess að lesa hér upp þennan reikning né ræða einstök atriði hans, en í þess stað mun ég gefa hér yfirlit yfir höfuðniðurstöður.

Útgjöld á rekstrarreikningi námu 295 740 000.00, en þessi gjöld voru áætluð 256 640 000.00, tekjur á rekstrarreikningi reyndust 294 631 000.00, en voru áætlaðar 284 744 000.00. Rekstrargjöldin hafa farið um 39 millj. fram úr áætlun, en rekstrartekjurnar hafa orðið um 10 millj. kr. meiri en áætlað var. Rekstrarhalli varð 809 000.00, en var áætlaður rekstrarhagnaður 28 071 000.00. Greiðslur utan rekstrarreiknings hafa farið mjög fram úr áætlun. Rek ég það hér ekki í einstökum atriðum, en mun reyna að gera grein fyrir greiðsluafkomu ríkissjóðs, þ.e.a.s. þeim mismun, sem kallaður er greiðsluhalli eða greiðsluafgangur á fjárlögunum. Það getur að vísu orkað nokkuð tvímælis, hvernig samanburður getur orðið réttastur við fjárlögin í sem nú er orðið mjög mikið um hjá ríkissjóði. Mér þessu sambandi, þar sem álitamál getur verið, sýnist gleggst að átta sig á greiðsluniðurstöðunni hvernig skuli þá líta á ýmsa viðskiptareikninga, með því að setja dæmið upp á þennan hátt:

Tekin föst lán

26711873.93

Auknar lausakuldir

65221528.29

Innb. fé til geymslu

5981310.02

97914712.24

Gr. af lausask. og geymdu fé

17855973.63

Lán, sem voru til áður, en ekki færð

22935584.38

40794558.04

57123154.23

= afborgun af föstum lánum

15442777.73

41680376.50

Frá dregst:

Útlagt v. nýju togaranna

6075609.65

Auknar innst. í bönkum o.fl.

8118377.83

Veitt lán

9765240.30

Áður veitt

4622965.33

5442274.97

Hækkun skulda vegna alþj.b. og alþj.gj.sj. vegna

gengisfalls

2650400.51

Fyrirfram greitt vegna ársins

4264124.56

Sjóðshækkun.

2167441.39

25418228.91

Kr.

16262147.59

Sé tekin þannig skuldaaukningin á árinu og frá dregin sjóðshækkun, fyrirframgreiðslur upp í næsta árs útgjöld; gengismunur á skuld við alþjóðabankann og alþjóðagjaldeyrisvarasjóðinn, greidd lán, auknar innstæður í bönkum og víðar, veitt lán og það, sem útlagt hefur verið í reikning vegna nýju togaranna, þá verður mismunurinn kr. 16262000.00. Ef við athugum síðan, að til þess að ná því, sem hér á Alþingi er kallað greiðsluhallalaus búskapur, þá þarf að greiða afborganir af föstum lánum af rekstrartekjunum að viðbættum öðrum innborgunum (þó ekki lántökum) og lækka skuldirnar árlega sem því svarar, og að þær afborganir hafa numið 15442000.00, þá vantar kr. 31704000.00 til þess að tekjurnar hafi hrokkið fyrir öllum greiðslum, öðrum en þeim, sem að framan voru frá dregnar. Hér við þarf svo því að bæta, að af veittum lánum þyrfti að afskrifa eitthvað, segjum 2,5 millj. eða svo, og bæta við hallann. Skuldir ríkisins í árslok 1949 námu kr. 268612786.

Sé athugaður efnahagsreikningur ríkisins, þá stingur það í augun sérstaklega, hvað ríkissjóður á orðið útistandandi gífurlegar fjárhæðir vegna ýmiss konar viðskipta, sem hann hefur haft með höndum á undanförnum árum, og vegna ábyrgða, sem ríkissjóður hefur tekizt á hendur. Þetta er mjög athyglisvert, og nauðsynlegt að Alþingi geri sér grein fyrir þessu, því að litlar vonir eru um að rétta við fjárhag ríkisins, ef ekki verður tekin upp ný stefna að þessu leyti og meiri varasemi sýnd í því að láta ríkissjóð hafa ýmiss konar fyrirgreiðslur með höndum, án þess að greiðslur séu tryggðar fyrir fram, en verið hefur um skeið. Ég leyfi mér að gefa hér yfirlit yfir helztu liði, sem koma til greina í þessu sambandi úr efnahagsreikningnum:

Upphæðir, sem ríkissjóður hefur lánað og átti útistandandi pr. 31. des. 1949.

Greiðslur vegna smíði nokkurra „nýsköpunartogara

kr.

18312619.05

tíu togara

6075609.65

Svíþjóðarbáta

9807543.14

bátasmíði innanlands

4693274.36

Víxillán vegna sölu innl. fiskibáta

2569631.42

Lán til ýmissa

10039855.63

— —

Reykjavíkurbæjar v. húsbygginga

4800000.00

— —

síldarútvegsmanna v. veiðibrests 1945

3700000.00

— -

síldarútvegsmanna v. veiðibrests 1947

5000000.00

— -

bygginga dieselrafstöðva

650000.00

- -

Jóns Kjartanssonar, Reykjavík

288000.00

— —

Svifflugfélags Íslands

80000.00

— —

byggingarfél. Félagsgarður

86921.44

— —

Vestmannaeyjakaupstaðar v. rafveitu

350000.00

— —

Ísafjarðarkaupstaðar v. vatnsveitu

200000.00

— —

póst- og símamálastjórnarinnar

250000.00

Lán til tunnuverksmiðju ríkisins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .. . . . . . . .

kr.

300000,00

— -

framkv. í Höfðakaupstað . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

-

509916.35

- —

byggingarsamvinnufél. Reykjavíkur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

-

10000.00

Útlagt vegna hrossasölu til Póllands

631433.10

-

clearingviðskipta

716656.32

tjóns af hernaðarvöldum

687071.71

Bráðabirgðalán erlendis

509355.27

Ýmis skyndilán og fyrirframgreiðslur

228556.64

Kr.

70496444.08

Greiðslur vegna ábyrgðarlána

15113034.17

Kr.

85609478.25

Þessar tölur tala sínu máli. Í þessu eru t.d. mjög háar fjárhæðir, sem festst hafa hjá ríkissjóði vegna milligöngu um útvegun á skipum og bátum. Í árslok 1949 hafði ríkissjóður lagt úr samkv. efnahagsreikningi kr. 41458000.00 vegna þessara viðskipta. Höfðu margir fengið bráðabirgðalán úr ríkissjóði, bæði út á togara og báta, þegar stofnlánadeildin var þrotin. Var gert ráð fyrir stofnlánadeildarkjörum á þessum lánum, sem ríkið hafði lánað, en ríkissjóður skuldaði lausaskuldir á móti hjá Landsbankanum og varð að greiða af þeim 7% vexti. Nú hefur verið gengið frá samningum við Landsbankann um að lána ríkissjóði fé með stofnlánadeildarkjörum, sem nær því alveg svarar þessum lánum. Hefur ríkissjóður ekki af þeim lánum neinn beinan kostnað lengur, en stendur í ábyrgð. Nemur þetta samtals kr. 24565000.00. Þótt þetta hafi tekizt, þá á ríkissjóður samt mikið fé útistandandi beint vegna þessara viðskipta, eða samkvæmt framansögðu kr. 16893000.00 miðað við árslok 1949, og á þessu ári hafa bætzt við fram að þessu 4,5 millj. vegna nýju togaranna, sem menn verða að vona að komi til baka. Einnig voru ótilfærðar um áramótin um 1640000.00 kr. vegna togaranna fyrri, sem bætast við á þessu ári. Ef við tökum frá það, sem lagt er út vegna nýju togaranna 10, og það, sem orðið er að föstum stofnlánum án beins kostnaðar fyrir ríkissjóð, þá eru eftir 12,5 millj. kr., og það er sú fjárhæð, sem ríkissjóður hefur fest umfram framangreind stofnlán vegna báta- og skipakaupa og smíða, áður en síðustu togarakaupin komu til.

Samkvæmt framansögðu átti ríkissjóður útistandandi í árslok 1949 vegna greiðslna af ábyrgðarlánum kr. 15113000.00. Það er eftirtektarvert, að þessi fjárhæð hækkaði um 4,632 millj. á árinu 1949, og á þessu ári er nú búið að leggja út vegna ríkisábyrgða kr. 4170000.00, og er áreiðanlega eftir að greiða eitthvað enn þá.

Það horfir vægast sagt ískyggilega um afleiðingar allra ábyrgðanna, og fer nú fram af ráðuneytisins hendi sérstök athugun á efnahag og greiðslumöguleikum allra þeirra, sem ekki hafa staðið í skilum, og verður reynt að gera sérstaka gangskör að athugun á því, hvernig á vanskilunum stendur, athugun á efnahag þeirra, sem hlut eiga að máli, og hvernig þeir halda á málum, hvort allt er gert til þess að forðast vanskil og hvað hægt er að gera til þess að ráða bót á þessu.

Þess er enginn kostur að gefa við þetta tækifæri nokkurt ábyggilegt yfirlit um afkomu ríkissjóðs á þessu ári né afkomuhorfur, svo að því sé að fullu treystandi.

Við afgreiðslu síðustu fjárlaga þótti ýmsum háttvirtum þingmönnum ég vera nokkuð svartsýnn á tekjumöguleika ríkisins, og stjórnarandstæðingar kröfðust þess, að söluskatturinn væri afnuminn, og mundi, héldu þeir fram, ríkissjóður geta lokið öllum greiðslum sínum án hans, vegna þess, hve tekjur hlytu að hækka mikið af innflutningstollum vegna gengisbreytingarinnar. Ég sýndi fram á, að engin von væri til þess, að komizt yrði af án söluskattsins, og að ekki væri fært að slaka meira á sköttum en að lækka verðtollsviðaukann úr 65% í 45% og lækka nokkuð skatta á lágtekjum, eins og gert var. Ég áleit aftur á móti, að tekjuáætlunin, eins og hún var sett, væri ekki óvarleg. Jafnframt undirstrikaði ég þó sterklega, að ef verulega þyrfti að skerða innflutning að magni til frá 1949, væri afkomu ríkissjóðs hætt. Innflutningsáætlun fjárhagsráðs var á þeim tíma þannig, að reiknað var með nærfellt jafnmiklum innflutningi og varð á árinu 1949. Nú sýnir það sig, að innflutningurinn, það sem af er árinu, hefur verið miklum mun minni en síðastliðið ár, eins og ég mun koma nánar að síðar í sambandi við það, sem ég drep á viðskiptin við útlönd. Hefur þessi samdráttur orðið svo mikill, það sem af er árinu, að verðtollurinn til dæmis nemur nú í septemberlok aðeins 41 millj. á móti 39 millj. kr. á sama tíma í fyrra, en hefði allt verið með felldu með innflutninginn, þá hefði hann átt að vera mun hærri.

Nú er fengið yfirlit um álagðan tekju- og eignarskatt á þessu ári, og er hann um 61/2 millj. kr. lægri en í fyrra. Getur þó verið, að hann hangi í áætlun. Ég reikna að vísu með því, að innflutningur síðari,hluta þessa árs verði tiltölulega mun hærri en fyrri hluta ársins. Fjárhagsráð hefur nýlega gert áætlun um þessi efni, miðað við horfur næstu mánuði, sem sýnir, að svo hlýtur að verða. Mun þá þetta rétta sig eitthvað hvað snertir tekjur af innflutningnum og einstaka tekjuliðir fara sennilega fram úr áætlun, en ég þykist sjá fram á, að við hljótum að verða fyrir einhverjum vonbrigðum um tekjur ríkissjóðs þetta ár, þótt áætlunin þætti sízt óvarleg í vor.

Um gjaldahliðina er það að segja, að ég geri mér vonir um, að greiðslur utan fjárlaga verði ekki miklar á þessu ári. Þegar frá er talið það fé, sem ríkissjóður verður að leggja fram vegna kaupa á hinum 10 nýju togurum og nokkrum eftirstöðvum vegna útvegunar á hinum togurunum, sem út hefur orðið að leggja á þessu ári, geri ég ráð fyrir, að það verði mjög lítið, sem ríkissjóður verður á þessu ári að leggja fram í hliðstæð viðskipti þeim, sem orðið hafa honum svo þung í skauti á undanförnum árum, eins og það yfirlit um útistandandi kröfur sýnir, sem ég gaf hér áðan.

Ríkisstjórnin hefur að vísu orðið að taka þá ákvörðun að leggja fram 41/2 millj. til lána og óafturkræfra framlaga, vegna hins gífurlega tjóns, sem menn urðu fyrir á Austur- og Norðausturlandi vegna óþurrkanna í sumar. Var blátt áfram óhjákvæmilegt að gera þetta, til þess að koma í veg fyrir, að fjöldi bænda yrði að fækka svo bústofni sínum, að ekki væri viðreisnar von, og þeir yrðu að ganga frá búum sínum. Þessa upphæð getur ríkið greitt á þremur árum af fjárlagafé, þar sem það tókst að fá lán hjá Búnaðarbankanum til þriggja ára til þess að standa undir þessum greiðslum.

Þótt langt sé liðið á árið, er svo mikil óvissa ríkjandi um tekjur síðustu mánaðanna, að ég treysti mér ekki til þess að spá um niðurstöðuna, en þetta skýrist nú óðum, og mun ég gera fjvn. og Alþingi grein fyrir þessu, svo fljótt sem það verður séð með sæmilegum líkum, hver niðurstaðan verður.

Þá vil ég geta þess í sambandi við viðskipti þessa árs, að nettógengishagnaður bankanna reyndist við uppgjör rúmlega 20,7 millj. kr. Skiptist hann sem næst þannig lögum samkvæmt:

Ræktunarsjóður

6,9

millj.

Byggingarsjóður sveita

6,9

Byggingarsjóður verkam.

4,6

Íbúðabyggingar bæjarfélaga

2,3

Það, sem ógreitt er til sjóðanna af þessu fé, verður án efa greitt þangað alveg á næstunni.

Áður en kemur að fjárlagafrv. því, sem hér liggur fyrir, vil ég minnast á tvö mál enn þá, annars vegar kaup 10 nýrra togara, hins vegar Marshallsamstarfið og greiðslubandalag Evrópu, sem mjög blandast að sjálfsögðu inn í allar umræður um fjárhagsmál ríkisins og þjóðarinnar yfirleitt.

Á árinu 1948 réðst þáverandi stjórn í það að semja um smíði 10 nýrra togara í Bretlandi. Í þessi togarakaup var ráðizt fyrst og fremst fyrir áhrif frá togaraútgerðarbæjunum Reykjavík og Hafnarfirði. Þessi ráðstöfun var byggð á því, að sýnilegt þótti, að hinir eldri togarar yrðu svo dýrir í rekstri, að ekki mundi verða mögulegt að gera þá út, enda þá þegar komið á daginn, að svo mundi fara. Sáu menn því fram á, að fækka mundi þeim togurum, sem frá landinu yrði haldið úti á næstu missirum, ef ekki væru gerðar ráðstafanir til þess að fá togara í stað þeirra eldri, sem voru að hverfa úr sögunni. Hefur verið unnið að smíði þessara togara í Bretlandi síðan. Í dag eru horfurnar þannig, að þessir togarar verði tilbúnir á tímabilinu október 1950 til ágúst 1951. Kostnaðarverð þessara togara, fullbúinna með öllum tækjum, þ. á m. fiskimjölsvélum, er, miðað við ástandið eins og það er í dag, £ 1724000, að viðbættum vöxtum. Í samráði við síðasta Alþingi var samið um lántöku í Bretlandi vegna togarabygginganna, og nemur það lán samtals £ 1250000. Var það útborgað fyrir fram, en notað jafnóðum og til þarf að taka vegna smíði skipanna. Mismuninn, £ 474 000 eða 21,617 millj., að viðbættum vöxtum, þarf að greiða öðruvísi. Hefur ríkissjóður orðið að leggja fram fé jafnharðan til þeirra greiðslna, sem ekki hefur verið hægt að taka af láninu í Bretlandi, og hefur ríkissjóður nú orðið að leggja út í þessu skyni kr. 7500000. Er enn eftir að inna af höndum stórar fúlgur vegna togarakatpanna, eins og þessar tölur, sem ég hef nefnt, bera með sér. Togarakaupin hafa hins vegar frá upphafi verið byggð á því, að kaupendur skipanna innanlands tækju að sér greiðslur þeirra vegna ríkissjóði að kostnaðarlausu, þótt ríkið legði fram fé í bili. Hins vegar hefur ríkissjóður ekki neitt fé aflögu, eins og sést á því, hvernig horfir um hans hag og skuldamál öll, og er ríkisstj. því að láta athuga möguleika á viðbótarláni erlendis í þessar greiðslur, og mun stjórnin leggja fyrir hv. Alþingi frv. um heimild til þessarar lántöku; verður það þó aðeins stutt lán.

Eins og ég gat um áðan, var ráðizt í þessi togarakaup fyrst og fremst fyrir áhrif úr stærri togaraútgerðarbæjunum og til þess að koma í veg fyrir minnkandi togaraútgerð í þessum bæjum, og er á því byggt, að þessir bæir taki við togarum upp í pantanir sínar jafnóðum og þeir verða tilbúnir.

Marshalláætlunin og framkvæmd hennar er einn hinn allramerkasti heimsviðburður eftir síðustu styrjöld, og það verður aldrei of sterklega undirstrikað, að ef ekki hefði verið ráðizt í framkvæmd Marshalláætlunarinnar af Bandaríkjamönnum, þá hefði viðreisnin eftir styrjöldina ekki verið komin langt á veg.

Framkvæmd Marshalláætlunarinnar er fólgin í því, að stjórnarvöld Bandaríkjanna verja of fjár á hverju ári til þess að styrkja aðrar þjóðir, aðallega með beinum gjafaframlögum og að nokkru leyti með sérlega hagstæðum lánum, til þess að kosta viðreisnina í þessum löndum. Skattþegnar í Bandaríkjunum, Bandaríkjaþjóðin, leggur til þetta fé, leggur á sig af frjálsum vilja aukna skatta og gjöld til þess að kosta þessa starfsemi.

Það þarf mikla víðsýni til þess að reka slíka pólitík, og það hefði þótt saga til næsta bæjar eftir fyrri heimsstyrjöldina t.d., ef eitthvert land hefði tekið upp slíka stefnu.

Það er orðið mikið fé, sem Íslendingar hafa fengið gegnum Marshallsamstarfið, og leikur mönnum eflaust forvitni á að fylgjast með því. Eru upplýsingar að vísu gefnar af og til annars staðar um þetta, en mér finnst viðeigandi að geta þess einnig við þetta tækifæri, enda ómögulegt að gefa hugmynd um fjárhagsmálin án þess að taka þessi mál með.

Fyrsta Marshalltímabilið fram að 1. júlí 1949 voru veittar 3,5 millj. dollara sem „conditional grant“, þ.e.a.s. veitt sem framlag gegn því, að við afhentum vörur til annars lands. Þetta kom því fram sem mjög hagkvæm vörusala frá Íslandi. Á sama Marshalltímabili voru veittar 2,5 millj. dollara sem „grant“, eða óafturkræft framlag, og 2,3 millj. dollara að láni til 35 ára, og eru vextirnir 21/2%, en lánið er vaxtalaust til ársins 1952.

Á Marshallárinu frá 1. júlí 1949 til 1. júlí 1950 hafa verið veittar 5 millj. dollara í „grant“, eða óafturkræft framlag, og 2 millj. dollara að láni. Þetta síðara lán á að greiðast upp á sama tíma og hið fyrra, og verður lánstíminn þess vegna 331/2 ár, vextir eru 21/2%, og hefjast vaxtagreiðslur á árinu 1952.

Ekki er enn fullráðið, hversu mikið fé Íslendingar fá á yfirstandandi Marshallári, sem hófst 1. júlí s.l., og er enn þá verið að nota það, sem eftir var af framlagi fyrra Marshallárs. Hafa verið veittar 900 þús. upp í Marshallframlag þessa tímabils.

Fram að fyrsta júlí 1950 höfðu Íslendingar því fengið veitt af Marshallfé 3,5 millj. dollara í .,conditional grant“, það er andvirði útfluttra vara, 7,5 millj. dollara af „grant“, þ.e. gjafafé, og 4,3 millj. dollara í Marshalllán. Hér við bætist svo 4 millj. dollara óafturkræft Marshallfé í gegnum greiðslubandalag Evrópu, sem ég kem að síðar nánar.

Ég get ekki farið út í það hér að gefa yfirlit um, hvernig Marshallgjaldeyrinum hefur verið varið, enda er það gert af og til í öðru sambandi, en ég vil rifja það upp, að samkvæmt ákvörðun þings og stjórnar hefur Marshalllánsfénu verið varið þannig:

Til síldarnótakaupa $ 531693.—, til Hærings $ 625000.—, til Faxaflóaverksmiðjanna $ 142090. —, til Faxaverksmiðjunnar $ 703786. —, til Síldarverksmiðja ríkisins $ 190703.-, til fiskimjölsverksmiðja $ 105610.—. Seinna láninu, sem verið er að taka á móti um þessar mundir, verður varið til Sogsvirkjunar og Laxárvirkjunar samkv. því, sem síðasta Alþingi ákvað.

Eins og menn kannast vafalaust við, þá er sú aðferð viðhöfð, að þótt vara sé keypt fyrir gjafafé, þá er hún greidd að fullu innanlands af þeim, sem hana flytur inn. Andvirðinu er safnað inn á reikning í Landsbankanum, sem kallaður er mótvirðissjóður. Mótvirðissjóður er nú 60,8 millj. kr. Áætlað er, að um áramótin muni mótvirðissjóður nema um 84 millj.

Samþykki Marshallstofnunarinnar þarf til þess að ráðstafa þessu fé, en mótvirðissjóður er eign Íslendinga, að frádregnum 5%.

Fátt er mönnum meira áhyggjuefni en það, hversu einhæfir eru atvinnuhættir okkar. Mun enn almennari skilningur á þessu en áður hefur verið vegna hinna stórfelldu áfalla, sem atvinnuvegirnir hafa orðið fyrir.

Eins og ríkisstj. skýrði frá á Alþingi á síðastliðnu vori, þá hafði hún ákveðið að beita sér fyrir því, að komið yrði í framkvæmd viðbótarvirkjunum við Sog og Laxá og byggingu áburðarverksmiðju. Þetta var byggt á því, að aukin raforkuframleiðsla er ein helzta undirstaða fjölbreyttara atvinnulífs, og á þeirri skoðun, að höfuðnauðsyn væri að efla landbúnaðinn með því að framleiða í landinu sjálfu tilbúinn áburð. Er það þjóðarnauðsyn að styðja þá ræktunar- og framfaraöldu sem nú er risin í landbúnaðinum, og er þetta einn liður í því starfi.

Ríkisstj. var og er ljóst, að engar líkur eru til þess, að hægt sé að koma fram þessum stórvirkjum, nema með því að notfæra sér Marshallaðstoðina til þess, a.m.k. að verulegu leyti. Þess vegna lagði ríkisstj. til, að síðara Marshalllánið yrði látið ganga til Sogs- og Laxárvirkjana, og þess vegna hefur ríkisstj. einnig ákveðið, eins og raunar áður hefur verið tilkynnt á Alþingi, að vinna að því, að mikill hluti af þeim Marshallgjaldeyri, sem enn þá fæst væntanlega og óeyddur er, gangi til þess að kaupa vélar og efni til þessara þriggja framkvæmda.

Þá hefur ríkisstj. einnig ákveðið að vinna að því, að fé úr mótvirðissjóði fáist varið til þess að lána í þessar framkvæmdir, en einnig verður vafalaust að nota eitthvað af fé úr mótvirðissjóði til þess að grynna á lausaskuldum ríkissjóðs.

Ríkisstj. hefur farið þess á leit við alþjóðabankann, að hann láni nokkurt fé til Laxárvirkjunar og Sogsvirkjunar, og einnig haft samband við alþjóðabankann um það, að lánbeiðni verði væntanlega send innan skamms vegna áburðarverksmiðju, og hefur bankanum verið kynnt áætlunin til undirbúnings. Einnig hefur verið unnið að því að kynna alþjóðabankanum áætlun þá, sem gerð hefur verið hér um sementsverksmiðju, og mun ríkisstj. beita sér fyrir því máli, svo fljótt sem hægt er að snúast við þeirri framkvæmd og útvega til hennar nægilegt fé á eftir þeim þrem stórframkvæmdum, sem stj. hefur ákveðið að beita sér fyrir að sitji fyrir Marshallaðstoðinni og því lánsfé, sem fæst frá alþjóðabankanum.

Til þessara fyrirtækja þarf mikið fé. Stofnkostnaðaráætlanir eru þannig, að Sogsvirkjunin er áætluð 139,5 millj., Laxárvirkjunin 44 millj. og áburðarverksmiðjan 76 millj., eða samtals tæplega 260 millj. kr. Það er því auðsætt, að jafnvel þótt nokkuð verði tekið af erlendum lánum til þessara fyrirtækja, þá þarf á miklu fé að halda innanlands.

Marshallstofnunin hefur þegar samþ. Sogsvirkjunina og Laxárvirkjunina og veitt lán í því skyni, eins og ég hef áður greint frá. Unnið hefur verið að því á þessu ári, svo sem almenningi hefur verið tilkynnt og hv. alþingismönnum er sjálfsagt kunnugt, að koma áleiðis áburðarverksmiðjumálinu, og vonum við, að samþykki fáist einnig fyrir Marshallfé í þá framkvæmd nú á þessu hausti, og verði þá hægt að hefja framkvæmdir á næsta ári.

Það er nauðsynlegt að minnast hér á greiðslubandalag Evrópuríkjanna, í daglegu tali skammstafað E.P.U. Þessi nýju samtök Vestur-Evrópuþjóða eru stofnuð að frumkvæði forráðamanna Marshallsamstarfsins og með stuðningi Marshallstofnunarinnar. Tilgangurinn er að örva viðskipti á milli þessara þjóða, gera þeim, sem erfiðar gjaldeyrisástæður hafa, kleift að kaupa samt sem áður af hinum. Fyrirkomulagið er nánast það, að þeir, sem betur standa sig gjaldeyrislega, eignast innstæður hjá þessari stofnun, og hinir, sem lakar standa sig, fá þar lán, sem síðar endurgreiðist jafnóðum og þeim vegnar betur gjaldeyrislega. Jafnframt hafa svo Bandaríkjamenn lagt fram stóra fúlgu til þess að nokkrar þjóðir, sem lakast voru staddar gjaldeyrislega, fengju til ráðstöfunar byrjunarinneignir hjá þessari stofnun. Þessar byrjunarinneignir eru óafturkræft framlag eða gjafafé, og geta þau lönd, sem þessar byrjunarinneignir fá, notað þær frá 1. júlí s.l. til 1. júlí 1951 til þess að greiða með verzlunarhalla sinn við þátttökulöndin. íslendingar fá 4 millj. dollara í byrjunarinneign, eða 65280000.00 íslenzkra króna.

Þær vörur, sem keyptar eru til landsins fyrir þetta fé, verða hins vegar greiddar af innflytjendum, eins og þær vörur, sem innfluttar eru fyrir Marshallgjafafé, og mótvirðissjóður settur upp á sínum tíma í Landsbankanum, samsvarandi því, sem eytt er af byrjunarframlaginu, og ætti mótvirðissjóður því að vera kr. 65280000.00 á móti þessu byrjunarframlagi. Þá fær hvert land nokkra lánskvóta, sem það getur notfært sér, eins og ég drap á áðan.

Það skal tekið fram varðandi mótvirðissjóðina, að mjög hlýtur það að fara eftir því, hvernig tekst að koma fjárhagslegu jafnvægi á í landinu, að hve miklu leyti þessir sjóðir geta orðið notaðir til nýrra framkvæmda. Mistakist að stöðva verðbólguna og samræma fjárfestinguna og eyðsluna við þjóðartekjurnar, þá getur svo farið, að mótvirðissjóðirnir étist raunverulega upp eða verði að standa fastir til mótvægis gegn því eyðslufé, sem annars staðar er dregið út, umfram það, sem aflað er. Fari svo, væri framkvæmd hinna nýju fyrirtækja í mikilli hættu.

Þá vil ég minnast á fjárlagafrumvarpið, sem fyrir liggur.

Rekstrartekjur í þessu frv. eru áætlaðar 287387000.00 krónur, en í gildandi fjárlögum kr. 298300000.00. Rekstrargjöldin eru áætluð 246287000.00 kr., en rekstrargjöldin í gildandi fjárlögum eru áætluð 262065000.00 kr. Rekstrarafgangur er áætlaður í fjárlagafrv. 41400000.00 kr., en var áætlaður í fyrra 36267000.00 kr. Tekjurnar eru því áætlaðar nokkru lægri og gjöldin sömuleiðis nokkru lægri en í gildandi fjárlögum og rekstrarafgangurinn nokkru meiri en í gildandi fjárlögum. Tekjurnar eru áætlaðar um 11 millj. kr. og gjöldin tæplega 16 millj. kr. lægri og rekstrarafgangurinn 4,8 millj. kr. hærri.

Tekjur á sjóðsyfirliti eru áætlaðar samtals 292347000.00, en eru áætlaðar á yfirstandandi ári 300843000.00, eða nokkru lægri í frv. en í gildandi fjárlögum. Greiðslur í sjóðsyfirliti eru áætlaðar 286554000.00, en í gildandi fjárlögum eru þessar greiðslur samtals 298843000.00. Greiðslur samtals eru því áætlaðar tæpum 12 millj. kr. lægri en í fyrra. Greiðsluafgangur er áætlaður 5246000. 00, en í gildandi fjárlögum 2360000.00, en greiðsluafgang þennan verður að nefna með fyrirvara, sem kemur fram í því, sem segir hér á eftir.

Mun ég þá víkja að nokkrum einstökum atriðum í sambandi við frv.

Þeir liðir, sem lækkað hafa frá því í fyrra, eru aðallega vaxtagreiðslur, en þær lækka vegna þess, að ríkissjóður þarf að greiða minni vexti af hlaupareikningslánum sínum vegna þess, hversu mikið stendur inni í mótvirðissjóði.

Þá fellur kjötstyrkurinn nú alveg út samkv. gildandi lögum, og lækkar það framlag til dýrtíðarráðstafana úr 33,5 millj. í 25 millj. kr.

Framlag til vega, hafnargerða og brúargerða er nokkru lægra en í gildandi fjárlögum, eða samtals 2,6 millj. kr. lægra.

Að öðru leyti eru yfirleitt veittar sömu fjárhæðir til verklegra framkvæmda og gert var á yfirstandandi ári. Vitanlega er það raunveruleg lækkun á fjárveitingum úr ríkissjóði til verklegra framkvæmda og til margra almennra mála, en ekki gat komið til mála að hækka þessar fjárhæðir, því að þá hefði ekki verið mögulegt að koma saman fjárlagafrv. greiðsluhallalausu.

Þá hafa ýmsar ráðstafanir verið gerðar til þess að draga úr beinum útgjöldum ríkissjóðs við starfræksluna, og kem ég að því sérstaklega.

Hækkanir á fjárlagafrv. frá því, sem er í gildandi fjárlögum, eru þær helztar, að afborganir fastra lána hækka um 3,7 millj. kr. Liggja til þess þær ástæður, að miklar lausaskuldir söfnuðust við Tryggingastofnun ríkisins á árinu 1949, eða rúmlega 13 millj. kr. Var ríkissjóði algerlega ofvaxið að greiða þessi vanskil og jafnhliða mánaðarlega veittar fjárhæðir til Tryggingastofnunarinnar. Var því samið um þessi mál við Tryggingastofnun ríkisins á árinu, og verður talsvert greitt á þessu ári upp í þessi vanskil, en um afganginn var samið þannig, að hann greiðist upp á næstu 5 árum, og verður greitt af því 2,6 millj. á næsta ári. Þá varð stjórnin að grípa til þess að taka 4,5 millj. kr. að láni hjá Búnaðarbankanum til þriggja ára, til þess að leggja fram til fóðurbætiskaupa í þeim héruðum, þar sem heyfengur varð gersamlega ófullnægjandi, og hef ég minnzt á það áður. Þetta fé á að greiðast á þremur árum, og varð því að setja á fjárlagafrv. 1,5 millj. kr. í því skyni.

Hefur þá verið frá því skýrt, af hverju afborganir fastra lána hafa hækkað verulega.

Þá hefur verið hækkaður liðurinn útlagðir vextir og afborganir af ýmsum lánum með ríkisábyrgð, úr 4 millj. í 5,5 millj. Þetta er að vísu áætlunarupphæð, og eins og áður segir, er ætlunin að gera nú alvarlega gangskör að því að rekast í þessum málum og rannsaka til hlítar, hvort ekki er hægt að koma í veg fyrir eitthvað af þeim vanskilum, sem yfirvofandi sýnast. En ábyrgðirnar eru orðnar svo gífurlegar, eins og ég gat um áðan, að það þykir ekki varlegt að áætla lægri fjárhæð fyrir þessum greiðslum, og verður þetta þá lítill varasjóður, ef hægt verður að koma að einhverju leyti í veg fyrir yfirvofandi tjón. Það er ástæða til að undirstrika það sterklega, að ef ekki fer betur en á horfist, þá fara ábyrgðargreiðslur ríkissjóðs á hverju ári að nálgast það, sem ríkissjóður leggur fram samtals árlega til nýrra vega á öllu landinu. Þetta sýnir vel, á hvaða braut menn hafa verið í þessum málum. Í þeim verður að eiga sér stað stefnubreyting.

Það skal tekið fram, að í frv. er miðað við 15% verðlagsuppbót á laun, vegna gengislækkunarinnar. Það þurfti að taka ákvörðun um það í júlí snemma, með hvaða uppbót skyldi reikna, og þótti þá rétt að benda stofnunum á að reikna með þessu í áætlun sinni, og hefur því ekki verið breytt. Hins vegar er ástæða til að undirstrika það, að fjmrn. telst svo til, að hækkun á laun, sem svarar einu vísitölustigi, kosti ríkisjóð í auknum launagreiðslum ca. 700 þús. kr.

Ríkisstjórnin hefur í sumar gert athugun á því eftir föngum, hvaða ráðstafanir hægt væri að gera, án langvinns undirbúnings, varðandi almennan sparnað á ríkisrekstrinum. Hefur ekki verið skipuð sérstök sparnaðarnefnd, heldur hefur hver ráðherra og hvert ráðuneyti um sig athugað þessi mál, að því leyti sem undir þau heyrðu. Vil ég nefna nokkrar ráðstafanir, sem stjórnin hefur nú þegar komið í framkvæmd í þessu efni frá því hún tók við eða hefur ákveðið að gera.

Greiðslu launauppbóta var breytt þannig, að nú er greidd, eins og hv. þingmönnum er kunnugt, launauppbót frá 40–47%.

Vinnutíma opinberra starfsmanna hefur verið breytt þannig, að þeir, sem höfðu stytztan vinnutíma áður, vinna nú 381/2 klukkustund á viku, og er það sami tími og tíðkast yfirleitt hjá viðskiptastofnunum í Reykjavík.

Brýnt hefur verið fyrir forstöðumönnum allra starfsgreina að forðast eftirvinnu svo sem frekast er mögulegt.

Ákveðið hefur verið að greiða ekki uppbót né verðlagsuppbót á laun nefnda og við önnur hliðstæð aukastörf.

Ákveðið hefur verið að lækka dagpeninga í ferðalögum utanlands.

Áætlunarbifreiðar póststjórnarinnar hafa verið seldar og sá rekstur lagður niður, en hann var rekinn með verulegu tapi.

Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að jafna halla á vöruafgreiðslu og uppskipun Skipaútgerðar ríkisins, en á þessu hefur verið verulegt tap.

Dregið hefur verið mjög úr kostnaði við jarðboranir ríkisins með því að taka upp annað fyrirkomulag en áður hafði tíðkazt.

Skömmtunarskrifstofa ríkisins hefur verið lögð niður og skömmtunin lögð undir fjárhagsráð. Sendiráðsskrifstofan í Moskvu verður lögð niður fyrir kostnaðarsakir, en áætlað er, að hann mundi ella verða á næsta ári 1,3 til 1,4 millj.

Ákveðið er að leggja niður tilraunabúið í Engey. Eftirgreind frv. um sparnaðarráðstafanir verða lögð fyrir Alþingi:

Um að sameina Tóbakseinkasöluna og Áfengisverzlun ríkisins í eina stofnun.

Um að sameina nokkur prestaköll.

Um að leggja niður skattdómaraembættið.

Um að leggja niður embætti flugmálastjóra.

Um að leggja niður embætti loðdýraræktarráðunauts ríkisins og fela störf hans Búnaðarfélagi Íslands.

Um að leggja niður embætti veiðimálastjóra.

Þá hefur verið lagt niður embætti héraðslæknisins í Reykjavík.

Enn fremur hefur verið ákveðið að fækka eða þegar verið fækkað um eftirtalda starfsmenn: 1 fulltrúa í félagsmálaráðuneytinu, 1 fulltrúa í viðskiptamálaráðuneytinu og 1 fulltrúa í utanríkismálaráðuneytinu svo og einn ritara þar, fulltrúa hjá skipulagsstjóra og ritara, einn námsstjóra barnafræðslunnar að minnsta kosti, tvo arkitekta hjá húsameistara ríkisins, bókara í skrifstofu raforkumálastjóra, einn starfsmann hjá matvælaeftirlitinu, dyravörð í atvinnudeildinni, einn bifreiðaeftirlitsmann.

Þá hefur verið ákveðið að lækka kostnað við húsaleigunefndir og leggja fyrir Alþingi frv. um, að ríkissjóður hætti þátttöku sinni í kostnaði við vinnumiðlunarskrifstofur.

Þetta eru þær ráðstafanir, sem þegar hafa verið gerðar, eða ákveðið hefur verið að gera eða að gera till. um. Frekari ráðstafanir eru í athugun. Sérstaklega er rétt að taka það fram, að ríkisstj. hefur gert ráðstafanir til þess að fá sérfræðing frá Bandaríkjunum til þess að skoða fyrirkomulag á starfrækslu ríkisins og alla vinnutilhögun með það fyrir augum að koma á hagfelldari vinnubrögðum og bættu skipulagi, sem gæti sparað fé. Var það ætlun ríkisstj., að þessi sérfræðingur gæti komið strax í sumar, en ekki hefur reynzt mögulegt að tryggja aðstoð hans fyrr en nú, að hann er nýkominn til landsins. Munu tillögur hans og þeirra manna, sem með honum starfa, verða teknar til íhugunar af ríkisstj. jafnharðan og þær berast og ráðstafanir síðan gerðar af ríkisstj. um þær breytingar, sem hagfelldar virðast að slíkri athugun lokinni.

Fram að þessu hefur verið sífelld útþensla nú um nokkurt skeið á öllu starfskerfi ríkisins. Með þeim ráðstöfunum, sem ríkisstj. hefur þegar gert, er nú snúið við á þeirri braut, og er áríðandi, að unnið verði áfram að því að koma á betri og einfaldari starfsháttum og sparnaði í þessum greinum.

Eins og ég gat um áðan, þegar ég minntist á tekjuáætlun fjárlagafrv., þá er gert ráð fyrir nokkru lægri tekjum á næsta ári en áætlaðar eru í fjárlögum þessa árs. Það er allnáin grein gerð fyrir tekjuáætluninni í athugasemdum við frv., og ætla ég ekki að endurtaka hér það, sem þar stendur um einstaka liði, læt nægja að benda á, að hefði ríkisstj. talið mögulegt að reikna með svipuðum þjóðartekjum og svipuðum viðskiptum yfirleitt, eins og þó var reiknað með, þegar tekjuáætlunin var gerð í vor, þá hefði átt að vera óhætt að áætla tekjur ríkissjóðs á næsta ári nokkru hærri en þær voru settar í gildandi fjárlögum. Þetta stafar af því, að gengislækkunin eykur allmjög tolltekjurnar að óbreyttu vörumagni, og átti sú hækkun fyrst að koma fram til fulls á næsta ári. Þetta þótti hins vegar alls ekki fært, og er því tekjuáætlun þessa frv. miðuð við mun minni vöruinnflutning á næsta ári en gert var ráð fyrir í vor, þegar gengið var frá fjárlagafrv. Það er óhjákvæmilegt að reikna með slíkum samdrætti, þótt það geri öll þessi mál erfiðari viðfangs.

Ég minntist á það hér áðan, hversu mjög vöruinnflutningur nú byggðist á Marshallframlögum og öðru gjafafé og ef við ætlum ekki að stranda með hin stóru fyrirtæki, sem við ætlum okkur að kosta af Marshallfé, þá verður ekki hægt að nota slíkt fé í jafnstórum mæli á næsta ári til annars innflutnings en þeirra. Þótt vonandi þurfi ekki að reikna með því, að jafnhörmulega takist til með framleiðsluna á næsta ári og tekizt hefur í ár, þá er samt sem áður hættulegt að vera bjartsýnn um útflutningsmöguleikana og innflutningsmöguleikana. Hér er að vísu reiknað með um 20% lækkun á innflutningsmagninu frá því, sem það var 1949, en innflutningsmagnið hlýtur líka að verða minna en það varð þá, svo framarlega sem þjóðin ætlar ekki að steypa sér í botnlausar skuldir, nema við fáum góð aflaár, en þá verðum við líka að vera vissir um verulegan afgang og bata, og þess vegna má ekki reikna óvarlega.

Af þessu verður sú ályktun dregin, að ekkert má út af bera á Alþingi um meðferð fjárlaganna, ef þau eiga að verða afgreidd greiðsluhallalaus. En eins og nú standa sakir, verður að afgreiða greiðsluhallalaus fjárlög. Hið almenna fjárhagsástand er þannig, að það er ekki hægt að slaka á þeirri kröfu.

Starfsmannaskrá fylgir nú fjárlagafrv. Hún er miðuð við það ástand, sem nú er í þeim málum, en þó tekið tillit til þess, sem ríkisstj. hefur þegar ákveðið eða leggur fram tillögur um á Alþingi og ég lýsti áðan. Er hún með þeim fyrirvara, eins og segir í grg., að breytingar verði gerðar að lokinni nánari rannsókn þessara mála, eftir því sem hagkvæmt verður talið.

Mér þykir rétt að víkja nokkuð að viðskiptum út á við, það sem af er þessu ári.

Til þess að þær tölur, sem ég nefndi í því sambandi, verði sambærilegar við fyrri tíma, þá eru þær umreiknaðar og miðaðar við nýju gengisskráninguna, bæði þær tölur, sem snerta innflutning og útflutning á þessu ári, og eins þær, sem varða inn- og útflutning á fyrri árunum tveimur, sem tekin eru til samanburðar. Síðustu tölurnar, sem ég hef, eru frá 1. sept. s.l.

Inn-

Vöruskiptajöfn-

flutningur

uður skv. því

Út-

að undansk.

jákvæður (+)

flutningur

skipum

eða neikv. (-)

1948

532,6

525,0

+ 7,6

1949

359,6

511,5

- 151,9

1950

273,3

446,7

- 133,4

Verðmæti útflutningsins hefur þannig verið 24,0% minna 9 fyrstu mánuðina í ár en á sama tíma í fyrra, og 48,7% minna en 1948. Verðmæti innflutningsins er nú 20,5% minna en á sama tímabili í fyrra, og 22,5% minna en 1948.

Vöruskiptahallinn nemur í ár 32,8% af verðmæti innflutningsins, 29,6% á sama tímabili í fyrra, en árið 1948 var jákvæður vöruskiptajöfnuður, sem nam þó ekki nema 1,4% af verðmæti innflutningsins.

Skipainnflutningurinn ómeðtalinn hefur numið sem hér segir, miðað við núgildandi gengi:

1948

jan.-sept.

101,5

millj.

kr.

1949

— —

56,1

1950

— —

27,8

Eins og sést á þessu, hefur viðskiptajöfnuðurinn verið orðinn hörmulega óhagstæður þrátt fyrir stórlækkaðan innflutning og útflutningurinn lækkað mjög. Kemur þar til greina fyrst og fremst, eins og tölurnar sýna, stórkostleg lækkun á útflutningsverðmæti togaranna, og hjálpast þar að hrun ísfisksmarkaðarins framan af ári og togarastöðvunin, sem búin er að gera landinu milljónatugatjón, tjón, sem mun segja til sín í rýrnuðum lífskjörum allrar þjóðarinnar á næstu mánuðum og missirum og ekki er hægt að flýja frá, hvernig sem menn fara að. Einnig sýnir sig, að markaðshrun freðfisksins — þorsksins — hefur einnig haft stórfelld áhrif, að ógleymdu því, að síldveiðin norðanlands brást einu sinni enn þá.

Þessi áföll hafa að sjálfsögðu haft í för með sér stórfellda minnkun á innflutnings-vörumagninu frá því, sem orðið hefði og þyrfti að vera, og valdið gífurlegum vöruskorti.

Samt sem áður mun sú spurning vera ofarlega í hugum margra, hvernig á því getur staðið, að menn hafa þó getað keypt til landsins þær vörur, sem komið hafa, þrátt fyrir þessi áföll. Svarið við því er einfaldlega það, að þjóðin hefur að miklu leyti lifað á gjafapeningum, sem borizt hafa af því fé, sem Bandaríkin leggja nú fram til viðreisnar og aðstoðar Evrópuþjóðunum.

Það eru horfur á því nú, að Íslendingar muni nota á þessu ári vörur fyrir ca. 80 millj. kr. af Marshallgjafafé og sennilega um 40–45 millj. kr. af E.P.U. framlagi, þ.e., framlagi frá greiðslubandalagi Evrópu, eða samtals ca. 120—125 millj. Er því ekki ósennilegt, að á milli 20 og 25 % af öllum innflutningi ársins verði greitt með gjafafé. Stór hluti af þessu er í raun réttri rekstrarhalli á þjóðarbúinu. Enda þótt nokkuð af þessu fé fari til framkvæmda, þá er nú svo komið á þessu ári, að meira fer til venjulegra vörukaupa, þegar Marshallfé og E.P.U. — fé er talið saman eins og hér er gert.

Á þessu ári hafa Íslendingar ekki unnið fyrir úttekt sinni, og er það harla mikið áhyggjuefni.

Það verður seint fullmetinn sá stuðningur, sem Bandaríkjamenn veita Íslendingum og öðrum þjóðum með þessum miklu framlögum, til þess að styðja viðreisn og framfarir og mæta áföllum. Menn ættu hins vegar að gera sér þess fulla grein, að þeim eru takmörk sett og að þessu getur ekki farið fram um alla framtíð. Úr þessu hlýtur að draga, og mistakist að koma framleiðslu- og atvinnumálum Íslendinga í betra horf og öruggara en nú er og sníða eyðsluna við eigin tekjur þjóðarinnar, þá munu erfiðir tímar fram undan. Á gjafafé verður ekki lifað til frambúðar. Engir hafa brýnt það betur fyrir Evrópumönnum en einmitt Bandaríkjamenn, sem viðreisnarféð láta af hendi, að allt verða menn að miða við það að nota gjafafjártímabilið til viðreisnar og til aukningar framleiðslunni.

Það verður ekki annað sagt en alvarlega horfi um afkomu þjóðarinnar á þessu yfirstandandi ári, og valda þar bæði óviðráðanlegar ástæður og sjálfskaparvíti. Til sjálfskaparvítanna teljast hin stórfelldu verkföll og vinnustöðvanir, sem rakað hafa af þjóðinni tugi milljóna og hljóta að eyðileggja afkomumöguleika hennar gersamlega í framtíðinni, ef ekki verður hægt að finna heppilegri leiðir til þess að skera úr ágreiningi um skiptingu þjóðarteknanna en svo langvinnar vinnustöðvanir.

Samt sem áður er rétt að menn geri sér far um að sjá það skýrt og greinilega, að þótt illa horfi og illa hafi gengið, þá hefði getað farið enn verr.

Það lá áreiðanlega nærri, að á þjóðina herjaði á þessu ári sá draugur, sem einna skæðastur er, atvinnuleysisdraugurinn, af fullri hörku og miskunnarleysi. Tvennt kemur til, að svo hefur ekki orðið enn þá. Annars vegar viðreisnarféð, sem til landsins hefur verið lagt og ég hef gert nokkra grein fyrir. Hins vegar það, að ekki var lengur dregið að lækka gengi íslenzkrar krónu á síðast liðnum vetri. Hefði það ekki verið gert, þá hefði öll framleiðsla stöðvazt þegar á öndverðu ári og afleiðingin orðið atvinnuleysi og bágindi.

Það er engin tilviljun, að þeir, sem trúa á eymdina og atvinnuleysið, kommúnistar, hamast mest út af þessu tvennu, viðreisnarsamstarfinu, sem kennt er við Marshall, og gengislækkuninni, því úrræði, sem þrátt fyrir allt hefði þó tryggt fulla notkun allra framleiðslutækja á þessu ári, ef togararnir hefðu ekki verið stöðvaðir af óskyldum ástæðum.

Fáein orð vil ég segja um gengisbreytinguna og áhrif hennar.

Aldrei hefði það getað komið til mála, þótt sumir séu að tala um það, að greiða af almannafé og taka á styrk alla framleiðslu landsmanna,bátaútgerð, togaraútgerð og allt annað, eins og komið var málum um framleiðslukostnað og afurðaverð í fyrra vetur.

Það hefði þurft að hlaða á þjóðina a.m.k. 150–180 millj. í nýjum sköttum og tollum, á sama tíma sem grundvöllurinn undir slíkri tekjuöflun dróst stórkostlega saman, svo sem sýnt er af því, sem upplýst hefur verið hér að framan í sambandi við afkomuhorfur ríkisins á þessu ári og því næsta.

Hefði ekki verið gripið til þess úrræðis að breyta gengi krónunnar, hefði íslenzk framleiðsluvara til útflutnings orðið að standa í stað eða stórlækka í verði til framleiðenda á þessu ári frá því sem hún var í fyrra, á sama tíma sem aðfluttar vörur hækkuðu og framleiðslukostnaðurinn jókst, sem var þó orðinn áður allt of hár. Enginn Ameríkumarkaður hefði getað komið til greina fyrir frystan fisk, og vita menn svona hér um bil, hvað það hefði þýtt fyrir bátaútveginn og hraðfrystinguna. Karfaveiðarnar, sem hafa gefið þeim góða raun, sem hafa getað stundað þær, hefðu ekki getað komið til greina að óbreyttu gengi. Faxasíld hefði ekki getað orðið nýtt til söltunar að óbreyttu gengi. Útflutningsverð á saltfiski hefði orðið að lækka í tæpl. 1,50 kr. pr. kg fob., og svaraði til sem næst 44 aura verðs til framleiðenda, og þannig mætti telja og sýna, hvernig verðíð hefði orðið að lækka til framleiðenda og hin dauða hönd athafnaleysisins lagzt yfir allt framleiðslulíf. Hvað hefði það lengi staðizt?

Sumir hafa verið að tala um, að gengislækkunin hafi verið óhagstæð landbúnaðinum. En réttara væri að gera sér grein fyrir því, að ástandið, sem ríkti í þessum efnum, sú vitleysa öll var að grafa grunninn undan landbúnaðinum, eins og annarri framleiðslu. Það borgaði sig ekki lengur að rækta gras og var talið ódýrara að fóðra með fóðri, sem ræktað var vestur í Ameríku, en með íslenzku heyi. Hvað halda menn svo að íslenzkur landbúnaður hefði lengi þrifizt við slíka aðstöðu? Hvaða gagn gerði það, þótt ódýr fóðurbætir væri til vestur í Ameríku, sem átti fræðilega skoðað, eftir gamla genginu, að verða ódýrt fóður, jafnvel ódýrara en íslenzkt gras, þegar enginn gjaldeyrir var lengur til til þess að kaupa slíkan fóðurbæti til landsins? Þjóðinni var að blæða út vegna þess, hvernig verðbólgan var búin að skekkja öll hlutföll á milli framleiðslukostnaðar og vöruverðs og verðlags hér og í öðrum löndum. Ekkert borgaði sig að framleiða á Íslandi. Hægt var að lifa tvö ár erlendis fyrir eins árs kaup á Íslandi, og allt eftir því. Landbúnaðurinn hefði ekki lengi þrifizt eftir að útflutningsframleiðslan var stöðvuð, engan gjaldeyri að hafa fyrir erlenda fóðrið og innanlandsmarkaðurinn hruninn í rúst, sem vitaskuld hlaut að verða án tafar.

Það vantar ekki, að það hefur verið reynt að gera þessa ráðstöfun tortryggilega í augum landsmanna, og þá ekki sízt launafólks, og í raun réttri hafa sumir gert allt, sem í þeirra valdi hefur staðið, til þess að hún komi ekki að því gagni, sem fyrirhugað var.

Það þurfti ekki mikla spekinga til þess að vita það fyrir, að mikla verðhækkun hlaut að leiða af svo stórfelldri gengislækkun, sem grípa varð til, og var ekki farið dult með það fyrir fram af þeim, sem beittu sér fyrir henni, að svo hlyti að verða. Samt sem áður hafa andstæðingar gengislækkunarinnar gert sig hlægilega með því að úthrópa sem sérstakt undur hverja verðhækkun, sem eðlilega hlaut af þessari ráðstöfun að leiða. Þetta hefur átt að magna óánægju með þessa ráðstöfun, án þess þó að bent hafi verið á nokkra aðra ráðstöfun, sem hefði gert sama gagn, en komið léttara niður. Launafólk hefði áreiðanlega ekki verið betur sett en það er nú, þótt farið hefði verið eftir fjasi þeirra, sem þykjast hafa verið á móti gengislækkun. Sannleikurinn er sá, að gengislækkunin hefur forðað frá allsherjarhruni og allsherjarstöðvun, sem hefði verið óumflýjanlegt, ef ekki hefði verið til hennar gripið.

Þeir miklu erfiðleikar, sem landsmenn eiga enn þá við að stríða, eiga sem sé ekki rætur sínar að rekja til gengislækkunarinnar og eru ekki til komnir vegna hennar, heldur þrátt fyrir framkvæmd hennar. Hvað sem um þessi mál verður sagt, þá stendur það fast, að gengisbreytingin miðar að því að koma á meira jafnvægi, að án hennar hefði engu tauti verið við neitt komið og að vegna hennar vottar fyrir því, að í betra horf sæki, úr því algera öngþveiti, sem öll fjárhags- og framleiðslumál voru í komin. Vegna hennar hafa framleiðslutækin verið notuð, önnur en þau, sem deilur hafa stöðvað. Vegna hennar hefur verið hægt að losna við ábyrgðarkerfið, sem hafði afar ill áhrif á framleiðslu og útflutningsverzlunina. Vegna hennar m.a. hefur verið fram að þessu hægt að verjast atvinnuleysi og draga stórlega úr yfirvofandi rýrnun lífskjara.

Hitt er svo annað mál, að ýmislegt hefur haft áhrif á rás viðburðanna, og nokkur atriði er nauðsynlegt að benda á, þegar meta skal, hvernig nú er ástatt, og athuga, að hvað miklu leyti gengisbreytingin hefur orðið til þess að laga ástandið. Þessi atriði eru m.a.:

1. Verðlag erlendis á mörgum þeim vörum, sem Íslendingar þurfa að kaupa, hefur hækkað og hækkunin á framfærslukostnaði því orðið meiri en hægt var að gera ráð fyrir og meiri en gengisbreytingin orsakar.

2. Verðlag á fiski hefur hins vegar ekki einu sinni haldizt svo sem það var, þegar gengisbreytingin var gerð, og svo sem reiknað var með. Var það þó grundvöllur undir þeim miklu uppbótum á kaupgjald og afurðaverð, sem ákveðnar eru í sjálfum gengislögunum. Verðlag á fiski innanlands hefur því staðið í stað fram að þessu, þrátt fyrir gengislækkunina.

3. Síldveiðarnar hafa algerlega brugðizt í sjötta sinn.

4. Togaraverkfallið hefur haldið togaraflotanum föstum um margra mánaða skeið.

5. Verðlag á ísfiski hrundi í markaðslöndunum og freðfiskmarkaðurinn dróst saman.

Þetta eru orsakir þeirra stórfelldu vandræða, sem menn eiga nú við að glíma og ekki verður séð, hvernig úr rætist. Sumir þykjast vera þess um komnir að halda því fram, að það sé gengislækkuninni að kenna, að ekki gengur allt að óskum. Það er í rauninni hart að þurfa að eyða orðum að öðru eins og þessu, en rétt er að biðja menn að hugleiða, hvernig þessum mönnum mundi verða við, ef þeim væru afhent umráð þessara mála og lagt fyrir þá að standa við tal sitt og færa gengið aftur í sama horf og það var fyrir 20. marz í vetur, sterlingspundið í 26,09 og annan gjaldeyri í samræmi við það. Það þarf ekkert annað en að hugsa sér þetta, til þess að sjá, hvílík fjarstæða það er, sem þessir menn hafa haldið fram.

Gengisbreytingin var óhjákvæmilegt neyðarúrræði, mikilvæg ráðstöfun eins og á stóð, til þess að reyna að koma á auknu jafnvægi í þjóðarbúskapnum í stað öngþveitisins, sem verðbólgan hafði skapað. Henni fylgdu ráðstafanir í fjármálum, sem áttu að styðja að þessu marki. Áhrif þessara ráðstafana eru ekki nándar nærri komin í ljós enn þá, og atburðir hafa skeð, sem gera það að verkum, að erfiðar sækist en menn gat órað fyrir. Samt er það ljósara en áður, að rétt var farið að á hættustund og gífurlegum óhöppum afstýrt.

Framtíðin er í óvissu og meðal annars óljóst enn þá, hver áhrif sýnileg verðhækkun á ýmsum vörum hefur á afkomu framleiðslunnar hér og þjóðarbúskapinn. Eitt er hins vegar alveg víst. Verði fjárfestingunni ekki stillt í eðlilegt hóf og verði kröfum á hendur framleiðslunni ekki stillt í hóf, verði þær ekki miðaðar við það, sem framleiðslan getur borið, þá verður þjóðinni á ný hrundið út í fen verðbólgunnar.

Svo er sagt í fræðum kommúnista, að vel sé plægður akur fyrir þeirra útsæði, þar sem verðbólgan ræður ríkjum. Þeir munu hafa talið sig góða ræktunarmenn á sína vísu, þegar þeir með margvíslegum störfum og undirróðri á undanförnum árum áttu góðan hlut að því að skapa það öngþveiti, sem gerði gengislækkun óumflýjanlega. Nú mun það verða helzta verkefni þeirra á næstunni að reyna að hrinda öllu í sama fenið aftur. Aðferðin mun verða sú sama og áður og sú sama, sem þeir nota í nálægum löndum, þótt hún beri lítinn árangur þar, sem sé barátta fyrir „nýjum kjarabótum“, eins og það verður kallað. Það væri ekki vandlifað, ef það væri örugg aðferð til þess að bæta lífskjörin að knýja fram kauphækkanir.

Hinn einfaldi sannleikur í þessum málum er vitaskuld sá, að það er óhugsandi fyrir menn að hafa nokkurt gagn af almennum kauphækkunum, nema því aðeins að þær styðjist við aukningu á framleiðslu eða atvinnuvegirnir séu aflögufærir af gróða. Sé hvorugt fyrir hendi, er allt af mönnum aftur tekið með aukinni verðbólgu, hvernig svo sem menn reyna að koma sér undan. Þetta hefur vinnandi fólk í nálægum lýðræðislöndum séð fyrir löngu, og þess vegna lætur það ekki kommúnista ráða fyrir sér í þessum efnum, og ekki heldur þá, sem láta leiðast út í að brjóta þessi lögmál og misnota samtökin til þess að koma á svokölluðum kjarabótum, á pappír, sem ekkert gagn er að í reyndinni. Slíkt hefnir sín í aukinni dýrtíð eða atvinnuleysi, sem kemur harðast niður á alþýðu manna. Í þessum löndum fela launastéttirnar forustuna mönnum, sem þær treysta til þess að meta, hvenær réttmætt er og sanngjarnt að breyta kaupgjaldinu til hækkunar, þannig, að af því leiði raunverulega bætt lífskjör, en verði ekki til þess að losa skriðu, sem fellur á alþýðuna sjálfa. Í þessum löndum hefur alþýðan falið forustuna mönnum, sem gera sér grein fyrir því, hvaða ábyrgð þeir bera, sem fara með málefni sterkustu samtaka landsins, og vita, að lýðræðisþjóðfélag getur í rauninni ekki staðizt, ef þeir bregðast skyldu sinni. Þessir menn mundu ekki vera í neinum vafa um, að eins og ástatt er nú hjá okkur um framleiðsluna, þá er aðalhættan sú, að verkalýðurinn og launastéttirnar hafi ekki einu sinni gagn af þeim almennu kauphækkunum, sem nú eiga sér stað, þ.e.a.s. þeim uppbótum, sem út eru mældar samkvæmt gengislögunum, hvað þá af frekari almennum kauphækkunum.

Vegna þess, að framleiðslan er yfirleitt ekki aflögufær, vofir sú stórfellda hætta yfir, að almennar kauphækkanir orsaki samdrátt hennar og stórfellt tjón eða kalli á gagnráðstafanir jafnharðan, sem geri að engu og minna en engu þær hækkanir, sem gerðar eru. Trúnaðarmenn launamanna, sem settir voru á þessu ári til þess að gera sér grein fyrir þessum málum, munu hafa lagt höfuðáherzlu á það, að eins og ástatt væri í landinu, þá mundu almennar kauphækkanir ekki geta orðið til þess að auka varanlega hlut launþega í þjóðartekjunum.

Þegar til lengdar lætur, fara lífskjör almennings alveg eftir því, hvernig framleiðslan gengur, hversu mikið er framleitt og hvernig það selst. Um öll lönd kveður við hvatning um meiri afköst og framleiðslu, enda er það talin undirstaða bættra lífskjara. Leiðtogar launamanna ganga manna bezt fram í þessu.

Alls staðar er undirstrikað sambandið milli framleiðsluafkastanna og lífskjaranna. Þetta leggja allir áherzlu á, nema auðvitað kommúnistar, þó aðeins kommúnistar utan Rússlands, því að í Rússlandi verða þeir einhvern veginn að sjá búskap sínum borgið og geta ekki leyft sér að flytja rangar kenningar um þetta efni. Í öðrum löndum er það þeirra hlutverk að rugla dómgreind manna og reyna að koma því til vegar, að menn missi sjónar á sambandinu, sem verður að vera á milli aukinnar framleiðslu og kauphækkana, sem eiga að koma að gagni. Þeirra hlutverk er að fá svokallaðar kjarabætur settar á pappír, en vinna jafnframt að því að draga úr afköstunum og framleiðslunni, til þess að koma í veg fyrir, að kjarabæturnar komist lengra en á pappírinn, óánægjan geti haldið áfram og svikamyllan stöðvist ekki.

Því fer víðs fjarri, að okkur sé hér yfirleitt nógu vel ljóst sambandið á milli lífskjaranna og afkastanna, og yfir þjóðinni vofir stórfelld hætta í þessu efni. Þjóðin tekur á móti miklu gjafafé. Vegna þess, hvernig gengur með framleiðsluna hér hjá okkur, að hún er of lítil til þess að mæta þeirri neyzlu, sem þjóðin leyfir sér nú, þá lifir þjóðin orðið að verulegu leyti á þessu fé. Við megum vara okkur. Við verðum sannarlega að athuga, hvar við erum stödd, og gera gangskör að því að auka framleiðsluna. Ef við ekki tökum okkur á, getum við orðið að bónbjargarlýð, sem sífellt hækkar tekjur sínar á pappírnum, framleiðir minna og minna, en leitar sér gjafa til þess að draga fram lífið, sem smátt og smátt verður ekkert kóngalíf, ef menn hætta að bjarga sér.

Við erum áreiðanlega í háska stödd í þessu efni. Vinnuáhuginn er of lítill hjá fjölmörgum. Menn sýnast engin ráð kunna til þess að ráða fram úr vandamálinu um ákvörðun kaupgjalds. Þær vinnuaðferðir, sem nú eru viðhafðar í þeim málum, leiða sýnilega fátækt og þrengingu yfir alla þjóðina.

Stórlega skortir á um vöruvöndun og fjölbreytni í framleiðslunni. Okkur er yfirleitt alls ekki nógu ljóst sambandið á milli þess að lifa við góð lífskjör og að vinna vel og framleiða mikið.

Það er vafasamt, að nokkur 140 þús. manna hópur hafi jafnmikið umleikis og Íslendingar. Það er ekkert smáræði, sem til þess þarf að halda uppi nýtízku þjóðfélagi. Slíkt er ekki létt verk fyrir 140 þúsund manns í tiltölulega stóru landi. Það er furðumikið, sem íslenzka þjóðin hefur afrekað á undanförnum árum. Það á þjóðin mest því að þakka, að menn hafa sótt störf af áhuga og kappi á Íslandi. En þetta er allt í hættu, ef þjóðin dregur af sér.

Það þarf að snúa sér að vandamálum framleiðslunnar og herða starfið. Samtök launafólks í landinu og samtök framleiðenda og atvinnurekenda verða að auka samvinnuna sín á milli og finna nýjar aðferðir til að auka framleiðsluna.

Öll meiri háttar félagssamtök í landinu verða að taka höndum saman og mynda áhugahreyfingu, til þess að efla vinnuáhuga og starf og vekja skilning á því, hvað hér er í húfi. Öll þjóðin, nema forsprakkar kommúnista auðvitað, því að til þeirra þýðir ekki að gera kröfur um ábyrgð í þessu efni, verður að skilja, að með þessu móti einu getum við barizt með árangri gegn fátæktinni og tryggt velmegun. Það er ekki til önnur leið til þess að vinna gegn rýrnun lífskjara en sú, að auka afköst og framleiðslu. Árangurinn kemur fram í auknu jafnvægi í þjóðarbúskapnum, lækkun á verðlagi nauðsynja eða kauphækkunum, sem þá fyrst verða til hagsbóta fyrir vinnandi fólk, þegar þær byggjast á vaxandi framleiðslu og þjóðartekjum.

Einkunnarorðin þurfa að verða: Mikil afköst, mikil framleiðsla, góð lífskjör.