07.12.1950
Sameinað þing: 24. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 333 í B-deild Alþingistíðinda. (808)

1. mál, fjárlög 1951

Gunnar Thoroddsen:

Í l. frá 1949 um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra er ákveðið, að stofnaður skuli sjóður í þessu skyni, gæzluvistarsjóður, með 750 þús. kr. árlegu framlagi af hagnaði áfengisverzlunarinnar. Í trausti þess, að hælið verði stofnað og kostnaður af því greiddur úr þessum sjóði, segi ég já.