14.12.1950
Sameinað þing: 26. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 345 í B-deild Alþingistíðinda. (837)

1. mál, fjárlög 1951

Bernharð Stefánsson:

Herra forseti. Ég skal vera fáorður. Ég vil aðeins geta þess, að ég skil varla, hvaða hálmstrá hv. 1. þm. rn. talaði um í sambandi við mín orð. Ég held það hljóti að vera eitthvert hálmstrá, sem hann er að reyna að hanga á, þótt ég sjái ekki, hvert það hálmstrá sé. Það er búið að veita afbrigði frá því að hafa eldhúsdagsumr. við 1. umr., og þingsköp gera ekki ráð fyrir þeim við neina aðra umr. fjárl., og þykir mér því undarlegt, að hv. 1. þm. Árn. skyldi gera þessar athugasemdir út af mínum fáu orðum, þegar ég var honum að miklu leyti sammála og vildi hafa eldhúsdagsumr. eftir nýár í sambandi við eitthvert annað mál. Ég veit ekki eiginlega, um hvað hv. þm. er að deila.