14.12.1950
Sameinað þing: 26. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 351 í B-deild Alþingistíðinda. (844)

1. mál, fjárlög 1951

Viðskmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Hv. form. fjvn. gat þess, að það væri í heimildarleysi, að laun starfsmanna þjóðleikhússins væru greidd á þann hátt, sem nú er gert, en ég vil benda honum á það, að samkv. 4. gr. laganna um þjóðleikhús segir, að laun skuli greidd samkv. launalögum, en þangað til það verði gert, skuli þau ákveðin af menntmrh. með hliðsjón af launalögum. En það er ljóst, að það er flokkur manna, sem ekki hefur hliðstæðu í launalögunum, þ.e. leikarar, og má um það deila, í hvaða flokki þeir eigi að vera. Ég tel, að þeir eigi að fá verðskulduð laun, þótt ég játi, að það sé erfitt að fylgja því.

Í sambandi við vísitöluuppbótina kemur fram brtt., sem ég ber fram, og skýrir hún málið í sambandi við það, sem hv. 2. þm. Reykv. spurði hér um. En brtt. mín hljóðar á þessa leið, með leyfi hæstv. forseta: „Frá 1. febr. 1951 skulu laun ekki taka breytingum samkv. ákvæðum þessara laga.“ Frá 1. ágúst 1951 skulu þau ekki taka breytingum, og því er þetta borið fram.