03.11.1950
Efri deild: 14. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 400 í B-deild Alþingistíðinda. (934)

66. mál, skemmtanaskattur

Viðskmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Þetta frv. um heimild fyrir ríkisstj. til að innheimta skemmtanaskatt með viðauka þarfnast ekki neinna sérstakra skýringa. Með slíkum frv. sem þessu hafa verið framlengd þessi gjöld í eitt ár í senn, og er þetta því aðeins endurnýjun á lagaákvæðum, sem nú eru í gildi, en falla úr gildi við næstu áramót, nema þau séu framlengd. Ég legg til, að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. fjhn.