03.11.1950
Efri deild: 14. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 400 í B-deild Alþingistíðinda. (935)

66. mál, skemmtanaskattur

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég vil í sambandi við þetta mál, vegna þess að þessi skattur rennur til þjóðleikhússins, gera fyrirspurn til hæstv. menntmrh. um það, hvort það sé með samþykki ríkisstj., að þau laun hafa verið ákveðin til starfsmanna þjóðleikhússins, sem birtar eru tölur um með fjárlagafrv. í launaskrá þar. Mér skilst, að þessi laun séu í engu samræmi við launagreiðslur ríkisins eða launalögin. Og vildi ég heyra, hvort það er í samráði við hæstv. ríkisstj. eða hæstv. menntmrh., að þau laun, sem þar eru skráð til starfsmanna þjóðleikhússins, eru veitt, — ég sé, að þar eru til tekin yfir 44 bús. kr. laun til hvors af tveimur vissra leikara. Ég veit ekki betur en að þær tekjur, sem koma hér inn fyrir skemmtanaskattinn, renni til þess að standa undir þessari starfsemi.