15.12.1950
Efri deild: 40. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 401 í B-deild Alþingistíðinda. (945)

66. mál, skemmtanaskattur

Viðskmrh. (Björn Ólafsson):

Ég var ekki í d. þegar hv. þm. lagði fram sína till., en mér er nóg að heyra till., því að mér skilst, að þarna komi fram, að tillögumaður ætlist til, að skemmtanaskatturinn verði hvergi nema í Reykjavík með 200% álagi. Það er hvort tveggja, að ekki er nein sanngirni í þessu og að þeir aðilar, sem eiga að fá sínar tekjur af skemmtanaskattinum, fara varhluta af því. En hv. tillögumanni og hv. dm. er kunnugt um, hverjir þeir eru; það er fyrst og fremst þjóðleikhúsið, og það eru félagsheimilin, sem eru stærstu aðilarnir, og það mundi þá lenda á þeim. Mér finnst, að ósanngirnin í till. sé svo mikil, að það sé fráleitt að hugsa sér að samþ. hana.