18.01.1952
Efri deild: 63. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 770 í B-deild Alþingistíðinda. (1048)

21. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Rannveig Þorsteinsdóttir):

Herra forseti. Það er bara út af setningu, sem féll hjá hv. 7. landsk., um, að ekki hafi verið haldið reglunni í þeim till., sem n. gerir á þskj. 607. Um þetta vil ég segja, að nr. 2, 3 og G uppfylla skilyrði l. Um nr. 1 og 5 er það að segja, að þeir voru í frv. ríkisstj., þegar það kom frá dómsmrn., og ef þeir eru samþ., þá koma þeir inn í l., og er það í þessu tilfelli réttmeira heldur en þessi regla. Með öðrum orðum: fjórir af þessum mönnum, sem við höfum lagt til að verði samþ., uppfylla skilyrðin og um hina tvo verður deildin að gera upp við sig, hvort hún vill afgr. l. um þá, sem ekki falla undir þessa reglu.